Ísland vann þrenn verðlaun í fyrstu þremur greinum dagsins í frjálsíþróttakeppni Smáþjóðaleikana í San Marinó.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann gull í 400 metra grindarhlaupi þegar hún hljóp á 59,14 sekúndum en hún vann með talsverðum yfirburðum og var sú eina sem hljóp undir einni mínútu. Arna Stefanía hefur best hlaupið á 56,08 sekúndum.
Arna Stefanía sýndi mikinn styrk með því að taka gullið í þessu hlaupi því hún var lasin og með hita eins og kemur fram á fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambandsins. Okkar kona harkaði hinsvegar af sér og landaði fyrsta íslenska gullinu í dag.
Ívar Kristinn Jasonarson fékk silfur í 400 metra grindarhlaupi þegar hann hljóp á 52.67 sekúndum. Hann var hálfri sekúndu á eftir Jaques Frisch frá Lúxemborg. Ívar Kristinn var þarna að ná sínum besta persónulega árangri en hann hljóp á 52,70 sekúndum í fyrra.
Ásdís Hjálmsdóttir fékk silfur í kúluvarpi þegar hún kastaði 15,39 metra en hún kastaði 42 sentímetrum styttra en Gavriella Fella frá Kýpur. Ásdís náði sínu besta kastið í sjöttu og síðustu umferð. Ásdís á best kast upp á 16,08 metra en hennar aðalgrein er spjótkast þar sem hún hefur þegar unnið til gullverðlaun á þessum Smáþjóðaleikum.
Telma Lind Kristjánsdóttir keppti einnig í kúluvarpi kvenna og endaði í 5. sæti með kast upp á 13,05 metra.
Arna Stefanía með gull en Ásdís og Ívar fengu silfur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti




