Göturnar tæmdust eftir árásina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júní 2017 19:45 Íslendingar sem búa í Lundúnum segja spennuþrungið andrúmsloft í borginni þrátt fyrir að lífið gangi sinn vanagang. Íslendingur sem var úti á lífinu í gær segir bæinn hafa tæmst eftir árásina. Sigríður Mogensen, hagfræðingur hjá Deutsche bank í London, segir ekkert annað í boði en að halda áfram að sinna daglegum verkefnum þrátt fyrir að ónotatilfinning hafi grafið um sig í kjölfar árásarinnar í London. „Ég vaknaði bara í morgun og fór með dóttur mína á róló eins og ég geri flesta morgna um helgar. Fólk er bara úti með börnin sín og lífið gengur sinn vanagang. Það er svolítið erfitt að festa hönd á það en maður finnur alveg að andrúmsloftið er svolítið skrýtið og fólk er að ræða þetta og allir að sjálfsögðu slegnir miklum óhug," segir Sigríður. Hún gerir ráð fyrir miklum viðbúnaði á leiðinni til vinnu á morgun enda er bankinn í miðborginni rétt hjá árásarstaðnum en öyggisgæsla hefur þegar aukin verulega á síðustu vikum. „Hún hefur verið gríðarlega mikil frá því að árásin átti sér stað í Manchester fyrir nokkrum vikum. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir það var leitað í töskunni minni og þarna var mjög hert öryggisgæsla, sem er nú vanalega mikil. Til dæmis voru tveir vopnaðir lögreglumenn fyrir utan og við þessar helstu samgönguæðar," segir Sigríður.Hjalti RögnvaldssonHjalti Rögnvaldsson er í mastersnámi í markaðsfræði í London en hann var með vinum sínum í keilu þegar árásin varð. „Það var alveg greinilegt hvaða áhrif þetta hafði á staðinn af því hann eiginlega tæmdist," segir Hjalti og vísar til þess að vanalega séu margir á ferð á þessum tíma. „Þetta er á laugardagskvöldi og fyrsta helgin eftir útborgun og það voru allir ótrúlega niðurdregnir." Hjalti var úti þar til um klukkan fjögur í nótt og segir hann að enginn hafi verið á ferli. Hann var ekki hræddur við að vera úti þar sem hann taldi víst að árásin væri yfirstaðin. Hann segir að fullt af fólki hafi verið mætt í bæinn í dag og telur ljóst að borgarbúar ætli ekki að láta þetta hafa áhrif á sig. „Það virðist vera að fólk ætli ekki að leyfa þessu að stýra lífi sínu og það er tilfinningin sem maður hefur haft í kjölfarið af öllum árásunum," segir Hjalti. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Íslendingar sem búa í Lundúnum segja spennuþrungið andrúmsloft í borginni þrátt fyrir að lífið gangi sinn vanagang. Íslendingur sem var úti á lífinu í gær segir bæinn hafa tæmst eftir árásina. Sigríður Mogensen, hagfræðingur hjá Deutsche bank í London, segir ekkert annað í boði en að halda áfram að sinna daglegum verkefnum þrátt fyrir að ónotatilfinning hafi grafið um sig í kjölfar árásarinnar í London. „Ég vaknaði bara í morgun og fór með dóttur mína á róló eins og ég geri flesta morgna um helgar. Fólk er bara úti með börnin sín og lífið gengur sinn vanagang. Það er svolítið erfitt að festa hönd á það en maður finnur alveg að andrúmsloftið er svolítið skrýtið og fólk er að ræða þetta og allir að sjálfsögðu slegnir miklum óhug," segir Sigríður. Hún gerir ráð fyrir miklum viðbúnaði á leiðinni til vinnu á morgun enda er bankinn í miðborginni rétt hjá árásarstaðnum en öyggisgæsla hefur þegar aukin verulega á síðustu vikum. „Hún hefur verið gríðarlega mikil frá því að árásin átti sér stað í Manchester fyrir nokkrum vikum. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir það var leitað í töskunni minni og þarna var mjög hert öryggisgæsla, sem er nú vanalega mikil. Til dæmis voru tveir vopnaðir lögreglumenn fyrir utan og við þessar helstu samgönguæðar," segir Sigríður.Hjalti RögnvaldssonHjalti Rögnvaldsson er í mastersnámi í markaðsfræði í London en hann var með vinum sínum í keilu þegar árásin varð. „Það var alveg greinilegt hvaða áhrif þetta hafði á staðinn af því hann eiginlega tæmdist," segir Hjalti og vísar til þess að vanalega séu margir á ferð á þessum tíma. „Þetta er á laugardagskvöldi og fyrsta helgin eftir útborgun og það voru allir ótrúlega niðurdregnir." Hjalti var úti þar til um klukkan fjögur í nótt og segir hann að enginn hafi verið á ferli. Hann var ekki hræddur við að vera úti þar sem hann taldi víst að árásin væri yfirstaðin. Hann segir að fullt af fólki hafi verið mætt í bæinn í dag og telur ljóst að borgarbúar ætli ekki að láta þetta hafa áhrif á sig. „Það virðist vera að fólk ætli ekki að leyfa þessu að stýra lífi sínu og það er tilfinningin sem maður hefur haft í kjölfarið af öllum árásunum," segir Hjalti.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira