Það reyndist erfitt að finna efni til að vinna með Guðný Hrönn skrifar 6. júní 2017 11:15 María hvetur fólk til að endurskoða neysluhegðun sína. FRÉTTABLÐIÐ/ANTON BRINK María Árnadóttir útskrifaðist nýverið frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Með útskriftaverki sínu vill hún vekja athygli á dýra- og umhverfisvernd og neysluhegðun. „Mig langaði að fjalla um eitthvað sem skipti mig máli í útskriftarverkefninu og ég hef mikið verið að pæla í umhverfis- og dýravernd. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og finnst ömurlegt hvernig við komum oft fram við dýr,“ segir María. Útskriftarlína Maríu er vegan og í henni eru engar flíkur úr gerviefnum. „Ég lagði áherslu á að finna efni sem gætu komið í staðinn fyrir dýraafurðir í fatnaði, t.d. notaði ég korkleður í staðinn fyrir alvöru leður, bambussilki í staðinn fyrir alvöru silki og handgerðan bómullarfeld í staðinn fyrir dýrafeld.“Fatalína Maríu uppstillt í Listasafni Reykjavíkur.Það reyndist erfiðara en María átti von á að finna efni til að nota í línuna. „Skilyrðin sem ég hafði sett mér voru að efnin mættu ekki vera úr dýraafurðum og ekki úr gerviefni. Gerviefni eru afar mengandi, það tekur til dæmis í kringum 200 ár fyrir polýester að brotna niður í náttúrunni. Ég notaði korkleður sem ég keypti á netinu, það var eina náttúrulega vegan-leðrið sem ég fann. Korkur er skafinn af korktré en korkurinn endurnýjast á níu árum, þannig að framleiðslan er mjög sjálfbær.“„Ég fann svo engan feld sem var ekki úr gerviefni þannig að ég þurfti að handgera hann frá grunni, en með mikilli hjálp frá fjölskyldumeðlimum tókst það. Hann var gerður úr bómullargarni og hörstramma. Svo notaði ég lífrænt bambussilki í eina skyrtuna, sem ég keypti á netinu.“ María kveðst vera meðvituð um neysluhegðun í sínu daglega lífi. „Ég flokka eins og ég get og reyni að kaupa eins lítið af plasti og ég get. Síðan skipta litlu hlutirnir máli eins og t.d. að nota ferðamál í staðinn fyrir að nota einnota bolla og auðvitað að vera með margnota poka þegar maður fer að versla. Ég kaupi líka miklu minna af fatnaði en ég gerði áður og vanda valið vel. Eitt það mikilvægasta sem maður getur svo gert til þess að minnka vistspor sitt er að gerast grænmetisæta, eða að minnsta kosti minnka kjötát. Það þarf t.d. í kringum 20 sinnum minna landsvæði til þess að fæða einhvern á vegan mataræði en einhvern sem borðar kjöt,“ útskýrir María. „Við verðum að gera miklar breytingar á neysluhegðun okkar ef við ætlum að búa áfram á jörðinni,“ segir María sem sér fyrir sér að vinna með umhverfis- og dýravernd að leiðarljósi áfram. Tíska og hönnun Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
María Árnadóttir útskrifaðist nýverið frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Með útskriftaverki sínu vill hún vekja athygli á dýra- og umhverfisvernd og neysluhegðun. „Mig langaði að fjalla um eitthvað sem skipti mig máli í útskriftarverkefninu og ég hef mikið verið að pæla í umhverfis- og dýravernd. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og finnst ömurlegt hvernig við komum oft fram við dýr,“ segir María. Útskriftarlína Maríu er vegan og í henni eru engar flíkur úr gerviefnum. „Ég lagði áherslu á að finna efni sem gætu komið í staðinn fyrir dýraafurðir í fatnaði, t.d. notaði ég korkleður í staðinn fyrir alvöru leður, bambussilki í staðinn fyrir alvöru silki og handgerðan bómullarfeld í staðinn fyrir dýrafeld.“Fatalína Maríu uppstillt í Listasafni Reykjavíkur.Það reyndist erfiðara en María átti von á að finna efni til að nota í línuna. „Skilyrðin sem ég hafði sett mér voru að efnin mættu ekki vera úr dýraafurðum og ekki úr gerviefni. Gerviefni eru afar mengandi, það tekur til dæmis í kringum 200 ár fyrir polýester að brotna niður í náttúrunni. Ég notaði korkleður sem ég keypti á netinu, það var eina náttúrulega vegan-leðrið sem ég fann. Korkur er skafinn af korktré en korkurinn endurnýjast á níu árum, þannig að framleiðslan er mjög sjálfbær.“„Ég fann svo engan feld sem var ekki úr gerviefni þannig að ég þurfti að handgera hann frá grunni, en með mikilli hjálp frá fjölskyldumeðlimum tókst það. Hann var gerður úr bómullargarni og hörstramma. Svo notaði ég lífrænt bambussilki í eina skyrtuna, sem ég keypti á netinu.“ María kveðst vera meðvituð um neysluhegðun í sínu daglega lífi. „Ég flokka eins og ég get og reyni að kaupa eins lítið af plasti og ég get. Síðan skipta litlu hlutirnir máli eins og t.d. að nota ferðamál í staðinn fyrir að nota einnota bolla og auðvitað að vera með margnota poka þegar maður fer að versla. Ég kaupi líka miklu minna af fatnaði en ég gerði áður og vanda valið vel. Eitt það mikilvægasta sem maður getur svo gert til þess að minnka vistspor sitt er að gerast grænmetisæta, eða að minnsta kosti minnka kjötát. Það þarf t.d. í kringum 20 sinnum minna landsvæði til þess að fæða einhvern á vegan mataræði en einhvern sem borðar kjöt,“ útskýrir María. „Við verðum að gera miklar breytingar á neysluhegðun okkar ef við ætlum að búa áfram á jörðinni,“ segir María sem sér fyrir sér að vinna með umhverfis- og dýravernd að leiðarljósi áfram.
Tíska og hönnun Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira