„Þið ástundið bara ömurlega pólitík“ Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2017 16:36 Slagsmál milli borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar eru komin út fyrir veggi Ráðhússins og vanda þau hvert öðru ekki kveðjurnar. Húsnæðismálin í borginni eru sjóðbullandi heit um þessar mundir og átök mikil milli flokka. Slagsmálin eru komin út fyrir veggi ráðhússins. Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar og hún sendir minnihlutanum í borginni, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki tóninn í nýrri færslu nú fyrir stundu: „Jæja. Línur geta ekki verið skýrari í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallavinir eru á móti húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Og Sjálfstæðismenn eru líka á móti tillögum sem unnar voru í samvinnu við þá sjálfa í ríkisstjórn. Þessir tveir flokkar eru ekki lausnin þegar það kemur að húsnæðismálum borgarinnar. Þeir eru vandinn. Þeir hafa enga framtíðarsýn, eru íhaldssamir og halda að markaðurinn leysi allt. Engin plön. Ekkert. Ég vona svo sannarlega að þessir flokkar fái ekki að ráða nokkrum hlut um framtíð Reykvíkinga um ókomna tíð. Munurinn á hægri og vinstri er aldrei meiri en þegar við ræðum framtíðina og húsnæðismálin.“Þið eruð á móti öllu Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, Halldór Halldórsson, vill ekki sitja undir þessu og svarar forsetanum fullum hálsi: „Skemmtilegt að þú skulir vekja athygli á þessu. Það vantar fleiri þúsund íbúðir í Reykjavík. Við í minnihlutanum höfum lagt til alls konar lausnir sem þið í meirihlutanum hafið fellt. Það voru 400 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði árið 2014 en eru rúmlega 1.000 manns núna. Við getum ekki stutt fleiri leiksýningar af hálfu meirihlutans í Reykjavík í þessum húsnæðismálum.“ Ljóst er að Líf telur málflutning Halldórs ekki uppá marga fiska og lætur Halldór ekki eiga neitt inni hjá sér: „Þið ástundið bara ömurlega pólitík og eruð mestmegnis á móti öllu.“Skammarlegar leiksýningar Dags Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks blandar sér einnig í leikinn og vill sauma að Líf: „Nei við erum ekki á móti húsnæðisuppbyggingu eins og þið í meirihlutanum sem hafið valdið miklu tjóni með aðgerðarleysi ykkar og röngum ákvörðunum síðustu 3 árin. Það er skömm að VG hafi tekið þátt í þessum leiksýningum borgarstjóra í 3 ár. Eins og þú veist Líf hefur orðið 41% aukning á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík á 1 og 1/2 ári á vaktinni ykkar.“ Þessar sjóðheitu umræður eru yfirstandandi núna og óvíst hvert þær fara en spennustigið er hátt. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira
Húsnæðismálin í borginni eru sjóðbullandi heit um þessar mundir og átök mikil milli flokka. Slagsmálin eru komin út fyrir veggi ráðhússins. Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar og hún sendir minnihlutanum í borginni, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki tóninn í nýrri færslu nú fyrir stundu: „Jæja. Línur geta ekki verið skýrari í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallavinir eru á móti húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Og Sjálfstæðismenn eru líka á móti tillögum sem unnar voru í samvinnu við þá sjálfa í ríkisstjórn. Þessir tveir flokkar eru ekki lausnin þegar það kemur að húsnæðismálum borgarinnar. Þeir eru vandinn. Þeir hafa enga framtíðarsýn, eru íhaldssamir og halda að markaðurinn leysi allt. Engin plön. Ekkert. Ég vona svo sannarlega að þessir flokkar fái ekki að ráða nokkrum hlut um framtíð Reykvíkinga um ókomna tíð. Munurinn á hægri og vinstri er aldrei meiri en þegar við ræðum framtíðina og húsnæðismálin.“Þið eruð á móti öllu Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, Halldór Halldórsson, vill ekki sitja undir þessu og svarar forsetanum fullum hálsi: „Skemmtilegt að þú skulir vekja athygli á þessu. Það vantar fleiri þúsund íbúðir í Reykjavík. Við í minnihlutanum höfum lagt til alls konar lausnir sem þið í meirihlutanum hafið fellt. Það voru 400 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði árið 2014 en eru rúmlega 1.000 manns núna. Við getum ekki stutt fleiri leiksýningar af hálfu meirihlutans í Reykjavík í þessum húsnæðismálum.“ Ljóst er að Líf telur málflutning Halldórs ekki uppá marga fiska og lætur Halldór ekki eiga neitt inni hjá sér: „Þið ástundið bara ömurlega pólitík og eruð mestmegnis á móti öllu.“Skammarlegar leiksýningar Dags Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks blandar sér einnig í leikinn og vill sauma að Líf: „Nei við erum ekki á móti húsnæðisuppbyggingu eins og þið í meirihlutanum sem hafið valdið miklu tjóni með aðgerðarleysi ykkar og röngum ákvörðunum síðustu 3 árin. Það er skömm að VG hafi tekið þátt í þessum leiksýningum borgarstjóra í 3 ár. Eins og þú veist Líf hefur orðið 41% aukning á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík á 1 og 1/2 ári á vaktinni ykkar.“ Þessar sjóðheitu umræður eru yfirstandandi núna og óvíst hvert þær fara en spennustigið er hátt.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira