Jáeindaskanninn tekinn í notkun í haust: Upphafleg áætlun sögð óraunhæf Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. júní 2017 14:30 Páll Magnússon, forstjóri Landspítalans, tók fyrstu skóflustunguna að húsi jáeindaskannans í janúar 2016. Vísir/Vilhelm Jáeindaskanninn, sem Kári Stefánsson gaf þjóðinni í ágúst 2015, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjöf til þjóðar, verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi í haust eða í vetur. Upphaflega var tilkynnt um það að húsnæðið fyrir jáeindaskannann yrði tilbúið í september 2016 og búist var við því að skanninn yrði kominn í notkun áramótin 2016. Skanninn er þó ekki kominn í notkun og enn er verið að senda íslenska sjúklinga til Danmerkur í jáeindaskanna, eða um 200 sjúklingar árlega. „Í grófum dráttum er staðan sú að það er verði að klára alla vinnuna í húsnæðinu. Svo er næsta skref að fá leyfi,“ segir Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Jón nefnir að sérstök leyfi þurfi frá eftirlitsaðilum fyrir framleiðslunni, meðal annars þar sem notast sé við geislavirk efni.JáeindaskanniSkjáskot af vef Íslenskrar erfðagreiningar.Stefna á byrjun hausts„Eins og planið lítur út núna að þá stefnum við að því að taka fyrstu sjúklingana inn í byrjun vetrar eða seinni part hausts en það getur alveg færst til ef það koma upp vandamál í þessu ferli. Það koma örugglega upp vandamál, það er bara spurning hvort þau verða lítil eða stór,“ segir Jón Hilmar. Aðspurður um kostnað segist Jón Hilmar ekki vera með þær upplýsingar á hreinu sem stendur. „Það sem Kári gaf var miðað við húsnæðið og skannann og ég held að það hafi í stórum dráttum staðist en svo voru náttúrulega afleiddir hlutir sem komu upp, sem voru ekki hluti af gjöfinni en ég er ekki með neinar nákvæmar tölur, “ útskýrir Jón Hilmar.Óraunsæjar áætlanirBogi Árnason, verkfræðingur hjá Landspítalanum, byrjaði að vinna við framkvæmdir jáeindaskannans síðasta haust. Hann segir að frá þeim tíma hafi áætlanir verið endurskoðaðar og að miklu raunsærri áætlanir hafi litið dagsins ljós. „Allan tímann sem ég hef verið, hefur verið miðað við sumarlok eða byrjun hausts 2017. Okkar áætlanir núna eru október. Standist það þá er það örugglega sögulega lítill tími í hönnun, byggingu og leyfisveitingu fyrir svona einingu,“ segir Bogi. Hann bætir við að tækin hafi öll verið komin inn í húsið og að prófanir hafi hafist strax í janúar á þessu ári. „Ferlið sem er eftir er töluvert viðameira en almenningur gerir sér grein fyrir,“ bætir Bogi við og segir húsnæðið vera nokkurn veginn tilbúið og nú sé hægt að byrja leyfisferlið. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17 Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Jáeindaskanninn, sem Kári Stefánsson gaf þjóðinni í ágúst 2015, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjöf til þjóðar, verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi í haust eða í vetur. Upphaflega var tilkynnt um það að húsnæðið fyrir jáeindaskannann yrði tilbúið í september 2016 og búist var við því að skanninn yrði kominn í notkun áramótin 2016. Skanninn er þó ekki kominn í notkun og enn er verið að senda íslenska sjúklinga til Danmerkur í jáeindaskanna, eða um 200 sjúklingar árlega. „Í grófum dráttum er staðan sú að það er verði að klára alla vinnuna í húsnæðinu. Svo er næsta skref að fá leyfi,“ segir Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Jón nefnir að sérstök leyfi þurfi frá eftirlitsaðilum fyrir framleiðslunni, meðal annars þar sem notast sé við geislavirk efni.JáeindaskanniSkjáskot af vef Íslenskrar erfðagreiningar.Stefna á byrjun hausts„Eins og planið lítur út núna að þá stefnum við að því að taka fyrstu sjúklingana inn í byrjun vetrar eða seinni part hausts en það getur alveg færst til ef það koma upp vandamál í þessu ferli. Það koma örugglega upp vandamál, það er bara spurning hvort þau verða lítil eða stór,“ segir Jón Hilmar. Aðspurður um kostnað segist Jón Hilmar ekki vera með þær upplýsingar á hreinu sem stendur. „Það sem Kári gaf var miðað við húsnæðið og skannann og ég held að það hafi í stórum dráttum staðist en svo voru náttúrulega afleiddir hlutir sem komu upp, sem voru ekki hluti af gjöfinni en ég er ekki með neinar nákvæmar tölur, “ útskýrir Jón Hilmar.Óraunsæjar áætlanirBogi Árnason, verkfræðingur hjá Landspítalanum, byrjaði að vinna við framkvæmdir jáeindaskannans síðasta haust. Hann segir að frá þeim tíma hafi áætlanir verið endurskoðaðar og að miklu raunsærri áætlanir hafi litið dagsins ljós. „Allan tímann sem ég hef verið, hefur verið miðað við sumarlok eða byrjun hausts 2017. Okkar áætlanir núna eru október. Standist það þá er það örugglega sögulega lítill tími í hönnun, byggingu og leyfisveitingu fyrir svona einingu,“ segir Bogi. Hann bætir við að tækin hafi öll verið komin inn í húsið og að prófanir hafi hafist strax í janúar á þessu ári. „Ferlið sem er eftir er töluvert viðameira en almenningur gerir sér grein fyrir,“ bætir Bogi við og segir húsnæðið vera nokkurn veginn tilbúið og nú sé hægt að byrja leyfisferlið.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17 Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17
Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53