Veitingakona í Austurstræti segir alla orðna brjálaða í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Sendibílarnir voru í röðum utan við Caruso og aðra staði í Austurstræti fyrir hádegi í gær. vísir/eyþór „Það er svo ótrúlega lítið komið til móts við fólk sem þarf að vinna í miðbænum. Hér er bara ófremdarástand. Það eru allir orðnir brjálaðir,“ segir Þrúður Sigurðardóttir, veitingamaður í Caruso í Austurstræti.Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að sendibílstjórar eru þreyttir á skertum aðgangi til vöruafhendingar í miðbænum. Hafa þeir aðeins svigrúm milli klukkan sjö og ellefu á morgnanna á Laugavegi og í Austurstræti.Þrúður Sigurðardóttir í Caruso biður um tillitsemi.vísir/gvaÞrúður segir ekki alltaf hægt að sjá til þess að vörur berist innan tilsetts ramma. Stundum komist birgjarnir hreinlega ekki yfir að koma vörum til allra innan markanna. „Ég lenti í því í síðustu viku að þeir voru of seinir að panta hjá mér kokkarnir og ég þurfti að fara á eigin bíl að sækja tíu þunga kassa,“ lýsir Þrúður sem kveðst hafa ekið út um allt í leit að stæði áður en hún ók gegn einstefnu í Pósthússtræti til að komast að Austurstræti. „Ég ætlaði að stelast inn en var rétt komin á hornið þegar löggan kom og sektaði mig - engin miskunn. Þeir sögðu að ég hefði átt að leggja og sækja trillu en ég var náttúrlega búin að leita að stæði um allt.“ Lausnin að sögn Þrúðar felst í því að setja sendibílstjórum ekki þessa ramma og leyfa þeim akstur um göngugötur. „Þeir fara bara varlega,“ segir hún. Hjólafólki og gangandi finnst sendibílarnir stundum þrengja að sínum leiðum. „Umferðin er sameign okkar allra. Við þurfum bara að sýna þolinmæði og tillitssemi í hvívetna, hvort sem það eru sendibílastjórar eða aðrir,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
„Það er svo ótrúlega lítið komið til móts við fólk sem þarf að vinna í miðbænum. Hér er bara ófremdarástand. Það eru allir orðnir brjálaðir,“ segir Þrúður Sigurðardóttir, veitingamaður í Caruso í Austurstræti.Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að sendibílstjórar eru þreyttir á skertum aðgangi til vöruafhendingar í miðbænum. Hafa þeir aðeins svigrúm milli klukkan sjö og ellefu á morgnanna á Laugavegi og í Austurstræti.Þrúður Sigurðardóttir í Caruso biður um tillitsemi.vísir/gvaÞrúður segir ekki alltaf hægt að sjá til þess að vörur berist innan tilsetts ramma. Stundum komist birgjarnir hreinlega ekki yfir að koma vörum til allra innan markanna. „Ég lenti í því í síðustu viku að þeir voru of seinir að panta hjá mér kokkarnir og ég þurfti að fara á eigin bíl að sækja tíu þunga kassa,“ lýsir Þrúður sem kveðst hafa ekið út um allt í leit að stæði áður en hún ók gegn einstefnu í Pósthússtræti til að komast að Austurstræti. „Ég ætlaði að stelast inn en var rétt komin á hornið þegar löggan kom og sektaði mig - engin miskunn. Þeir sögðu að ég hefði átt að leggja og sækja trillu en ég var náttúrlega búin að leita að stæði um allt.“ Lausnin að sögn Þrúðar felst í því að setja sendibílstjórum ekki þessa ramma og leyfa þeim akstur um göngugötur. „Þeir fara bara varlega,“ segir hún. Hjólafólki og gangandi finnst sendibílarnir stundum þrengja að sínum leiðum. „Umferðin er sameign okkar allra. Við þurfum bara að sýna þolinmæði og tillitssemi í hvívetna, hvort sem það eru sendibílastjórar eða aðrir,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00