Fleiri hafa fengið vitlausa lyfjaskammta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. maí 2017 06:00 Tveggja ára stúlku sem var ávísað röngum lyfjaskammti er að batna, en hún er undir eftirliti á Barnaspítala Hringsins, að sögn móðurinnar. Mynd/Sigríður Ákadóttir „Við fengum tilkynningu um atvikið frá Barnaspítala Hringsins og höfum strax brugðist við,“ segir Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, og vísar þar í mál tveggja ára stúlku sem var í síðustu viku ávísað ofnæmislyfinu Atarax í margfaldri skammtastærð og Fréttablaðið greindi fyrst frá. Lyfjaskammturinn hefði getað verið banvænn. „Við sendum erindi á Lyfjastofnun og báðum um að þeir veki athygli lyfsala á því að gæta að því hvort skammtar eru eðlilegir eða ekki. Þá sendum við teymisstjóra rafrænnar sjúkraskrár ábendingu um að það vanti viðvörun í kerfið. Þegar ávísaður skammtur er að einhverju leyti frábrugðinn því sem vant er þá ætti að koma upp viðvörun og með sérstakri áherslu á börn. Ég ímynda mér að viðvörunin gæti verið með þeim hætti að læknirinn sé spurður hvort hann sé viss um að hann ætli að ávísa þessu lyfi í þessum skammti. Það er það sem er hægt að gera að okkar mati, bæta þetta rafræna kerfi,“ segir Anna Björg sem bendir á að mistökin geti verið fleiri og af öðrum meiði. „Það er líka hægt að fara línuvillt í ávísun lyfja. Við höfum nýlegt dæmi um það. Það hafði engar afleiðingar,“ ítrekar Anna Björg en segir þó að málið hafi verið tilkynnt til Embættis landlæknis. Þá kom upp áþekkt atvik og í tilviki barnsins á heilsugæslustöð á síðasta ári. „Læknir ávísaði lyfi á barn í röngum skammti. Þá voru einnig valdar töflur í stað mixtúru,“ segir Anna Björg og segir atvikið ekki hafa haft afleiðingar á heilsu þess barns. Fjögur til fimm tilvik hafi verið tilkynnt til landlæknisembættisins á síðustu árum. „Þar var rangt lyf valið eða vitlaust form á lyfseðli. Í þessum tilvikum fóru mistökin líka fram hjá lyfsölum,“ segir Anna Björg. En hver ber ábyrgðina skyldi þetta henda aftur og hafa afleiðingar á heilsu fólks? „Ábyrgðin er tvíþætt. Læknir ber ábyrgð á sinni ávísun en lyfjafræðingur bera líka ábyrgð á því að tryggja að það sé ekkert rangt í lyfjagjöfinni,“ segir Anna Björg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
„Við fengum tilkynningu um atvikið frá Barnaspítala Hringsins og höfum strax brugðist við,“ segir Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, og vísar þar í mál tveggja ára stúlku sem var í síðustu viku ávísað ofnæmislyfinu Atarax í margfaldri skammtastærð og Fréttablaðið greindi fyrst frá. Lyfjaskammturinn hefði getað verið banvænn. „Við sendum erindi á Lyfjastofnun og báðum um að þeir veki athygli lyfsala á því að gæta að því hvort skammtar eru eðlilegir eða ekki. Þá sendum við teymisstjóra rafrænnar sjúkraskrár ábendingu um að það vanti viðvörun í kerfið. Þegar ávísaður skammtur er að einhverju leyti frábrugðinn því sem vant er þá ætti að koma upp viðvörun og með sérstakri áherslu á börn. Ég ímynda mér að viðvörunin gæti verið með þeim hætti að læknirinn sé spurður hvort hann sé viss um að hann ætli að ávísa þessu lyfi í þessum skammti. Það er það sem er hægt að gera að okkar mati, bæta þetta rafræna kerfi,“ segir Anna Björg sem bendir á að mistökin geti verið fleiri og af öðrum meiði. „Það er líka hægt að fara línuvillt í ávísun lyfja. Við höfum nýlegt dæmi um það. Það hafði engar afleiðingar,“ ítrekar Anna Björg en segir þó að málið hafi verið tilkynnt til Embættis landlæknis. Þá kom upp áþekkt atvik og í tilviki barnsins á heilsugæslustöð á síðasta ári. „Læknir ávísaði lyfi á barn í röngum skammti. Þá voru einnig valdar töflur í stað mixtúru,“ segir Anna Björg og segir atvikið ekki hafa haft afleiðingar á heilsu þess barns. Fjögur til fimm tilvik hafi verið tilkynnt til landlæknisembættisins á síðustu árum. „Þar var rangt lyf valið eða vitlaust form á lyfseðli. Í þessum tilvikum fóru mistökin líka fram hjá lyfsölum,“ segir Anna Björg. En hver ber ábyrgðina skyldi þetta henda aftur og hafa afleiðingar á heilsu fólks? „Ábyrgðin er tvíþætt. Læknir ber ábyrgð á sinni ávísun en lyfjafræðingur bera líka ábyrgð á því að tryggja að það sé ekkert rangt í lyfjagjöfinni,“ segir Anna Björg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent