Aukum og samþættum heimaþjónustu Heiða Björg Hilmisdóttir og Gunnar Ólafsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Undanfarið hefur verið mikil umræða um málefni aldraðra og þjónustu sem þeim er veitt. Rætt hefur verið um að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengist, margir aldraðir liggja „fastir“ inni á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði skortir og uppbygging hjúkrunarrýma hefur ekki verið í samræmi við þörf. Í markmiðum laga um aldraða nr. 125/1999 segir að þeir skuli eiga völ á heilbrigðis- og félagslegri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, m.v. þörf og ástand hins aldraða. Einnig segir að markmið laganna sé að aldraðir eigi að geta búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf. Til að gera öldruðum það kleift að búa eins lengi heima og hægt er geta þeir fengið ákveðna félagslega heimaþjónustu og ef þarf heimahjúkrun. Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita aðstoð við þrif, heimilishald og persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, kvöld- og helgarþjónustu. Heimahjúkrun á að gera öldruðum kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi. Heilsugæslustöðvar út um allt land annast heimahjúkrun en í Reykjavík hafa þessir tveir þættir verið samþættir í heimaþjónustu og hefur það gefið góða raun. Þar er veitt hefðbundin heimahjúkrun og geðhjúkrun auk félagslegrar heimaþjónustu frá sömu þjónustueiningu sem gerir þeim kleift að vinna meira saman að því að styðja hinn aldraða. Um næstu áramót mun endurhæfing í heimahúsi einnig bjóðast fólki sem þá getur fengið stuðning í sínu daglega umhverfi. Þannig er hægt að styrkja einstaklingana til að hafa val á að búa heima og vera virkir þátttakendur í sínu heimilishaldi og lífi. Þessi þjónusta mun koma mörgum öldruðum til góða og valda straumhvörfum í að gera þeim kleift að búa sem lengst heima. Að auki mun þetta vera nýbreytni í þjónustu sem eykur hið faglega starf innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en sambærileg þjónusta er veitt í heimahúsum í Noregi og Danmörku. Það er hins vegar þannig að vilji einstaklingur ekki búa heima eða hann upplifi þjónustuna þar of litla þá vandast málið í ljósi þess að biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Það er dýrt að hafa um 90 aldraða „fasta“ á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði eru ekki tiltæk. Hvert rými á hjúkrunarheimili kostar um 10 milljónir í rekstri á ári og í mati á þörf á hjúkrunarrýmum frá árinu 2014 sem velferðarráðuneytið lét gera kom fram að byggja þyrfti 1.100 hjúkrunarrými fyrir 2025 fyrir um 30 milljarða. Hafin er bygging um 250 rýma af þessum 1.100 rýmum og augljóst er að það er ekki nóg.1 milljón í stað 10 Fjöldi fólks sem hefur fengið félagslega heimaþjónustu í Reykjavík hefur verið um 3.700 á ári frá árinu 2009 og fjöldi þeirra sem hafa fengið heimahjúkrun hefur vaxið úr 2.089 manns árið 2009, í 2.387 árið 2015. Kostnaður við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu er brot af því sem kostar að reka hjúkrunarrými. Meðan kostnaður við hjúkrunarrými er ca. 10 milljónir á ári, er kostnaður við heimahjúkrun rétt yfir hálfri milljón á ári og kostnaður við félagslega heimaþjónustu er um 480 þúsund á ári. Samtals kostnaður um 1 milljón í stað 10. Það er mat greinarhöfunda að það sé mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga verði samþætt með sama hætti og gert er í Reykjavík og að mikilvægt sé að auka fé til málaflokksins þannig að aldraðir fái öflugan félagslegan stuðning og hjálp, hjúkrun og endurhæfingu ef þarf og geti þannig sannarlega valið að búa lengur heima við eðlilegar aðstæður. Þetta mundi lækka kostnað vegna þjónustu við aldraða til lengri tíma litið og auka vellíðan og virkni eldra fólks um leið. Með því að veita meira fjármagni í þjónustu og stuðning má í mörgum tilfellum koma í veg fyrir slys og veikindi sem kosta samfélagið meira og minnkar lífsgæði og lífslíkur fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikil umræða um málefni aldraðra og þjónustu sem þeim er veitt. Rætt hefur verið um að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengist, margir aldraðir liggja „fastir“ inni á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði skortir og uppbygging hjúkrunarrýma hefur ekki verið í samræmi við þörf. Í markmiðum laga um aldraða nr. 125/1999 segir að þeir skuli eiga völ á heilbrigðis- og félagslegri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, m.v. þörf og ástand hins aldraða. Einnig segir að markmið laganna sé að aldraðir eigi að geta búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf. Til að gera öldruðum það kleift að búa eins lengi heima og hægt er geta þeir fengið ákveðna félagslega heimaþjónustu og ef þarf heimahjúkrun. Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita aðstoð við þrif, heimilishald og persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, kvöld- og helgarþjónustu. Heimahjúkrun á að gera öldruðum kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi. Heilsugæslustöðvar út um allt land annast heimahjúkrun en í Reykjavík hafa þessir tveir þættir verið samþættir í heimaþjónustu og hefur það gefið góða raun. Þar er veitt hefðbundin heimahjúkrun og geðhjúkrun auk félagslegrar heimaþjónustu frá sömu þjónustueiningu sem gerir þeim kleift að vinna meira saman að því að styðja hinn aldraða. Um næstu áramót mun endurhæfing í heimahúsi einnig bjóðast fólki sem þá getur fengið stuðning í sínu daglega umhverfi. Þannig er hægt að styrkja einstaklingana til að hafa val á að búa heima og vera virkir þátttakendur í sínu heimilishaldi og lífi. Þessi þjónusta mun koma mörgum öldruðum til góða og valda straumhvörfum í að gera þeim kleift að búa sem lengst heima. Að auki mun þetta vera nýbreytni í þjónustu sem eykur hið faglega starf innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en sambærileg þjónusta er veitt í heimahúsum í Noregi og Danmörku. Það er hins vegar þannig að vilji einstaklingur ekki búa heima eða hann upplifi þjónustuna þar of litla þá vandast málið í ljósi þess að biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Það er dýrt að hafa um 90 aldraða „fasta“ á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði eru ekki tiltæk. Hvert rými á hjúkrunarheimili kostar um 10 milljónir í rekstri á ári og í mati á þörf á hjúkrunarrýmum frá árinu 2014 sem velferðarráðuneytið lét gera kom fram að byggja þyrfti 1.100 hjúkrunarrými fyrir 2025 fyrir um 30 milljarða. Hafin er bygging um 250 rýma af þessum 1.100 rýmum og augljóst er að það er ekki nóg.1 milljón í stað 10 Fjöldi fólks sem hefur fengið félagslega heimaþjónustu í Reykjavík hefur verið um 3.700 á ári frá árinu 2009 og fjöldi þeirra sem hafa fengið heimahjúkrun hefur vaxið úr 2.089 manns árið 2009, í 2.387 árið 2015. Kostnaður við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu er brot af því sem kostar að reka hjúkrunarrými. Meðan kostnaður við hjúkrunarrými er ca. 10 milljónir á ári, er kostnaður við heimahjúkrun rétt yfir hálfri milljón á ári og kostnaður við félagslega heimaþjónustu er um 480 þúsund á ári. Samtals kostnaður um 1 milljón í stað 10. Það er mat greinarhöfunda að það sé mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga verði samþætt með sama hætti og gert er í Reykjavík og að mikilvægt sé að auka fé til málaflokksins þannig að aldraðir fái öflugan félagslegan stuðning og hjálp, hjúkrun og endurhæfingu ef þarf og geti þannig sannarlega valið að búa lengur heima við eðlilegar aðstæður. Þetta mundi lækka kostnað vegna þjónustu við aldraða til lengri tíma litið og auka vellíðan og virkni eldra fólks um leið. Með því að veita meira fjármagni í þjónustu og stuðning má í mörgum tilfellum koma í veg fyrir slys og veikindi sem kosta samfélagið meira og minnkar lífsgæði og lífslíkur fólks.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar