Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2017 21:15 Í síðustu viku var sagt frá tuttugu og eins árs gömlum manni sem hefur ítrekað fengið sms-skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar - þar sem honum er boðið tuttugu þúsund króna lán. Er honum bent á í skilaboðunum að það sé mun þægilegra en að fara í bankann, að hann þurfi eingöngu að svara skilaboðunum og þá fái hann lán. Maðurinn segist aldrei hafa verið í viðskiptum við fyrirtækið. Fleiri hafa fengið sambærileg skilaboð frá smálánafyrirtækjum án þess að eiga viðskiptasögu við fyrirtækið - fólk hefur bent á það í athugasemdum við frétt um málið á Vísi, í skilaboðum til Fréttastofu og annars staðar þar sem umræða skapast um málið.Hér má sjá dæmi um sms-skeyti sem hafa borist mönnum.Póst- og fjarskiptastofnun hefur málið á sínu borði enda er ólöglegt að senda óumbeðin fjarskipti. „Við höfum fengið nýlega tvær kvartanir frá fólki sem fær sms um að það geti tekið smálán með tiltölulega greiðum hætti - og fólkið telur sig ekki eiga að fá slík skeyti," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Samkvæmt 46. grein fjarskiptalaga er aðeins leyfilegt að senda skilaboð í markaðssetningu ef fyrir liggur heimild. Þá þarf neytandi að samþykkja að fá slík skilaboð á skýran hátt. Hrafnkell hvetur þá sem fá óumbeðin skilaboð frá fyrirtækjum að láta Póst - og fjarskiptastofnun vita af því og í kjölfarið hefur stofnunin samband við viðkomandi fyrirtæki. „Þá verður fyrirtækið að reiða fram sönnun þess að það hafi í raun og veru verið veitt þetta samþykki og ef ekki þá lítum við svo á að ekki samþykki hafi verið veitt," segir Hrafnkell. Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Í síðustu viku var sagt frá tuttugu og eins árs gömlum manni sem hefur ítrekað fengið sms-skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar - þar sem honum er boðið tuttugu þúsund króna lán. Er honum bent á í skilaboðunum að það sé mun þægilegra en að fara í bankann, að hann þurfi eingöngu að svara skilaboðunum og þá fái hann lán. Maðurinn segist aldrei hafa verið í viðskiptum við fyrirtækið. Fleiri hafa fengið sambærileg skilaboð frá smálánafyrirtækjum án þess að eiga viðskiptasögu við fyrirtækið - fólk hefur bent á það í athugasemdum við frétt um málið á Vísi, í skilaboðum til Fréttastofu og annars staðar þar sem umræða skapast um málið.Hér má sjá dæmi um sms-skeyti sem hafa borist mönnum.Póst- og fjarskiptastofnun hefur málið á sínu borði enda er ólöglegt að senda óumbeðin fjarskipti. „Við höfum fengið nýlega tvær kvartanir frá fólki sem fær sms um að það geti tekið smálán með tiltölulega greiðum hætti - og fólkið telur sig ekki eiga að fá slík skeyti," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Samkvæmt 46. grein fjarskiptalaga er aðeins leyfilegt að senda skilaboð í markaðssetningu ef fyrir liggur heimild. Þá þarf neytandi að samþykkja að fá slík skilaboð á skýran hátt. Hrafnkell hvetur þá sem fá óumbeðin skilaboð frá fyrirtækjum að láta Póst - og fjarskiptastofnun vita af því og í kjölfarið hefur stofnunin samband við viðkomandi fyrirtæki. „Þá verður fyrirtækið að reiða fram sönnun þess að það hafi í raun og veru verið veitt þetta samþykki og ef ekki þá lítum við svo á að ekki samþykki hafi verið veitt," segir Hrafnkell.
Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00