Mótherjarnir voru silfurlið Serbíu frá Ólympíuleikunum í Ríó síðasta haust og það var ljóst frá byrjun að þetta yrði mjög erfiður leikur fyrir íslensku stelpurnar.
Leikurinn fór 3-0 fyrir Serba sem eru eins og er þriðja sæti styrkleikalista alþjóða blaksambandsins. Hrinurnar fóru 25-13, 25-15 og 25-9.
Stigahæstar í íslenska liðinu voru Elísabet Einarsdóttir og fyrirliðinn Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 7 stig hvor.
Fyrir leikinn fékk Fríða Sigurðardóttir viðurkenningu fyrir 100 landsleiki og er hún leikjahæsta landsliðskona Íslands í blaki frá upphafi.
