Erfir ekki sambýlismann sinn til þrettán ára: "Erum bara klassískt íslenskt par“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2017 18:55 Karólína Helga Símonardóttir tók sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð á mánudag. Á þeim stutta tíma sem hún hefur verið á þingi hefur henni tekist að beina sjónum að máli sem skiptir hana miklu máli - erfðarétti. Sambýlismaður Karólínu varð bráðkvaddur í aprílmánuði. Þau áttu þrjú börn saman og hann átti son fyrir sem dvelur hjá Karólínu aðra hverja viku.Karólína ásamt manni sínum og börnum.Eins og Morgunblaðið greindi frá í dag fékk Karólína að vita, fljótlega eftir andlátið, að hún erfði ekki manninn sinn þar sem þau voru ekki gift og hún hafi ekki rétt til að sitja í óskiptu búi. Hún segir það hafa verið undarlega tilfinningu að sitja hjá sýslumanni og verið tilkynnt að hún væri ekki erfingi mannsins síns. „Þú mátt ekki búa í húsinu þínu, þú þarft að fá þér lögfræðing og á svona tímum þegar þú ert að syrgja, myrkrið er yfir þér, og þú þarft að hugsa um praktísk mál. Hvað á ég að gera við börnin mín? Þurfa þau fjárhaldsmann? Við hvern á ég að hafa samstarf við? Má ég borga af húsnæðinu mínu?“ Karólína og maðurinn hennar voru trúlofuð í tólf ár og höfðu sannarlega hugsað sér að gifta sig. „Við erum bara klassískt íslenskt par. Við eignuðumst börn og seinkuðum brúðkaupi, fórum í nám og seinkuðum og svo vildi ég bíða aðeins með brúðkaup svo litla stýrið myndi muna eftir því. En með þessu er verið að setja fólk í þá stöðu að það þurfi að gifta sig, í stað þess að það fái að njóta þess.Karólína bendir á að sambúð sé tekin gild hjá öllum stofnunum ríkisins nema sýslumanni. Hún fái til að mynda dánabætur, makalífeyri og hún erfi skuldirnar hans. Hún segir gamaldags í fjölmenningarsamfélagi að sýslumaður taki ekki sambúð gilda í svona málum. „En ég skil að það þurfi að setja einhver mörk, en það væri hægt að breyta lögunum þannig að fólk væri skráð í sambúð að lágmarki í tvö ár eða það sé samskattað." Karólína vill opna umræðuna því hún veit að margir hafa staðið í þessum sporum og það reyni mikið á í miðri sorginni. Næsta skref hjá henni er að safna fé svo hún geti borgað börnin sín út. „Það er ekki grín eins og staðan er í dag á húsnæðismarkaðnum. Ég er 32 ára gömul ekkja með fjögur börn og ég ætla að komast í gegnum greiðslumat. Ég sé ekki hvernig það gengur upp." Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Karólína Helga Símonardóttir tók sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð á mánudag. Á þeim stutta tíma sem hún hefur verið á þingi hefur henni tekist að beina sjónum að máli sem skiptir hana miklu máli - erfðarétti. Sambýlismaður Karólínu varð bráðkvaddur í aprílmánuði. Þau áttu þrjú börn saman og hann átti son fyrir sem dvelur hjá Karólínu aðra hverja viku.Karólína ásamt manni sínum og börnum.Eins og Morgunblaðið greindi frá í dag fékk Karólína að vita, fljótlega eftir andlátið, að hún erfði ekki manninn sinn þar sem þau voru ekki gift og hún hafi ekki rétt til að sitja í óskiptu búi. Hún segir það hafa verið undarlega tilfinningu að sitja hjá sýslumanni og verið tilkynnt að hún væri ekki erfingi mannsins síns. „Þú mátt ekki búa í húsinu þínu, þú þarft að fá þér lögfræðing og á svona tímum þegar þú ert að syrgja, myrkrið er yfir þér, og þú þarft að hugsa um praktísk mál. Hvað á ég að gera við börnin mín? Þurfa þau fjárhaldsmann? Við hvern á ég að hafa samstarf við? Má ég borga af húsnæðinu mínu?“ Karólína og maðurinn hennar voru trúlofuð í tólf ár og höfðu sannarlega hugsað sér að gifta sig. „Við erum bara klassískt íslenskt par. Við eignuðumst börn og seinkuðum brúðkaupi, fórum í nám og seinkuðum og svo vildi ég bíða aðeins með brúðkaup svo litla stýrið myndi muna eftir því. En með þessu er verið að setja fólk í þá stöðu að það þurfi að gifta sig, í stað þess að það fái að njóta þess.Karólína bendir á að sambúð sé tekin gild hjá öllum stofnunum ríkisins nema sýslumanni. Hún fái til að mynda dánabætur, makalífeyri og hún erfi skuldirnar hans. Hún segir gamaldags í fjölmenningarsamfélagi að sýslumaður taki ekki sambúð gilda í svona málum. „En ég skil að það þurfi að setja einhver mörk, en það væri hægt að breyta lögunum þannig að fólk væri skráð í sambúð að lágmarki í tvö ár eða það sé samskattað." Karólína vill opna umræðuna því hún veit að margir hafa staðið í þessum sporum og það reyni mikið á í miðri sorginni. Næsta skref hjá henni er að safna fé svo hún geti borgað börnin sín út. „Það er ekki grín eins og staðan er í dag á húsnæðismarkaðnum. Ég er 32 ára gömul ekkja með fjögur börn og ég ætla að komast í gegnum greiðslumat. Ég sé ekki hvernig það gengur upp."
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira