Smálánafyrirtæki þurfa ekki leyfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2017 13:13 Smálánafyrirtæki auglýsa enn rafbókalán þrátt fyrir aðfinnslur Neytendastofu. Vísir/AP Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því erfiðara um vik að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Forstjóri Neytendastofu bendir á að í mörgum öðrum löndum sé starfsemin leyfisskyld og segir æskilegt að taka umræðuna upp hér á landi. Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um SMS-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Á síðasta ári tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár.Erfitt fyrir Neytendastofu að framfylgja úrskurðinum Þetta virðist ekki hafa stoppað smálánafyrirtækin og enn eru rafbókalán auglýst. Neytendastofa þarf nú að fylgja eftir úrskurðinum, óska eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum og athuga hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Ef það hefur ekki verið gert er eina úrræði Neytendastofu að beita sektum. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að ef starfsemi smálánafyrirtækja yrði gerð skráningar- og leyfisskyld væri hægt að hafa mun meira og betra aðhald með starfseminni. Í dag þurfa smálánafyrirtæki engin leyfi. „Nei, ekki til að setja á fót svona fyrirtæki og þau eru ekki skráningarskyld sem fjármálafyrirtæki eða leyfisskyld. Til þess að gera það þarf að breyta lögum,“ segir Tryggvi og bendir á að með því að gera starfsemina leyfisskylda gæti ekki hver sem er stofnað smálánafyrirtæki. „Nei þá yrðu væntanlega sett nánari skilyrði um hæfi og fleira hjá þeim sem fara með þessi fyrirtæki. Ef það yrðu svo ítrekuð brot væri hægt að svipta aðila leyfi og banna starfsemina.“ Tryggvi segir að upp hafi komið umræða um að gera starfsemina leyfisskylda. „Ég held á einhverju stigi hafi verið bent á það. Held það sé gert að einhverju leyti í öðrum löndum og væri æskilegt að taka þá umræðu.“ Tengdar fréttir Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því erfiðara um vik að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Forstjóri Neytendastofu bendir á að í mörgum öðrum löndum sé starfsemin leyfisskyld og segir æskilegt að taka umræðuna upp hér á landi. Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um SMS-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Á síðasta ári tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár.Erfitt fyrir Neytendastofu að framfylgja úrskurðinum Þetta virðist ekki hafa stoppað smálánafyrirtækin og enn eru rafbókalán auglýst. Neytendastofa þarf nú að fylgja eftir úrskurðinum, óska eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum og athuga hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Ef það hefur ekki verið gert er eina úrræði Neytendastofu að beita sektum. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að ef starfsemi smálánafyrirtækja yrði gerð skráningar- og leyfisskyld væri hægt að hafa mun meira og betra aðhald með starfseminni. Í dag þurfa smálánafyrirtæki engin leyfi. „Nei, ekki til að setja á fót svona fyrirtæki og þau eru ekki skráningarskyld sem fjármálafyrirtæki eða leyfisskyld. Til þess að gera það þarf að breyta lögum,“ segir Tryggvi og bendir á að með því að gera starfsemina leyfisskylda gæti ekki hver sem er stofnað smálánafyrirtæki. „Nei þá yrðu væntanlega sett nánari skilyrði um hæfi og fleira hjá þeim sem fara með þessi fyrirtæki. Ef það yrðu svo ítrekuð brot væri hægt að svipta aðila leyfi og banna starfsemina.“ Tryggvi segir að upp hafi komið umræða um að gera starfsemina leyfisskylda. „Ég held á einhverju stigi hafi verið bent á það. Held það sé gert að einhverju leyti í öðrum löndum og væri æskilegt að taka þá umræðu.“
Tengdar fréttir Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15
Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00