LeBron skákaði Jordan en var auðmjúkur eftir leik: „Datt aldrei í hug að ég gæti náð Mike“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2017 10:30 LeBron James gæti orðið sá besti frá upphafi. vísir/getty LeBron James skoraði 35 stig í öruggum sigri Cleveland Cavaliers á Boston Celtics í fimmta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. Cleveland er komið í lokaúrslitin á móti Golden State Warriors þriðja árið í röð. LeBron skoraði 35 stig í leiknum en hann vantaði 29 stig til að komast fram úr Michael Jordan sem stigahæsti leikmaður úrslitakeppni NBA frá upphafi. Það tókst með þriggja stiga körfu í fjórða leikhluta. Þessi magnaði körfuboltamaður var auðmjúkur á blaðamannafundi eftir leik þar sem hann var spurður út í þennan áfanga og hvernig honum liði að taka svona flott met af þeim besta. „Fyrst og fremst spila ég númer 23 út af Mike. Ég byrjaði að elska leikinn út af honum þegar ég sá hvað hann gat afrekað,“ sagði LeBron. „Þegar þú elst upp við að horfa á Michael Jordan líturðu á hann sem Guð. Mér datt aldrei í hug að ég gæti komist fram úr honum í neinu. Ég byrjaði því að einbeita mér að því að ná öðrum leikmönnum. “ „Það hjálpaði mér að móta minn leik og það stærsta fyrir mig í dag eftir að bæta þetta met er það að ég afrekaði þetta með því að vera bara ég. Ég þarf ekki að skora til að hafa áhrif á körfuboltaleik. Ég hef alltaf viljað hafa áhrif á leikinn með öðru en að skora,“ sagði LeBron. Hann vill ekki meina að hann sé alfarið búinn að ná Jordan á listanum yfir þá bestu en fagnar því að vera í umræðunni ásamt Jordan um þann besta frá upphafi. „Það er bara ótrúlegt að nafnið mitt sé sagt í sömu setningu þess sem er sá besti allra tíma. Ég gerði allt eins og Mike þegar ég var lítill. Ég varð reyndar ekki sköllóttur eins og hann en það styttist í það. Það gerist samt eftir ferilinn,“ sagði LeBron James. Blaðamannafundinn og körfuna sem kom LeBron upp fyrir Jordan má sjá hér að neðan. NBA Tengdar fréttir LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
LeBron James skoraði 35 stig í öruggum sigri Cleveland Cavaliers á Boston Celtics í fimmta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. Cleveland er komið í lokaúrslitin á móti Golden State Warriors þriðja árið í röð. LeBron skoraði 35 stig í leiknum en hann vantaði 29 stig til að komast fram úr Michael Jordan sem stigahæsti leikmaður úrslitakeppni NBA frá upphafi. Það tókst með þriggja stiga körfu í fjórða leikhluta. Þessi magnaði körfuboltamaður var auðmjúkur á blaðamannafundi eftir leik þar sem hann var spurður út í þennan áfanga og hvernig honum liði að taka svona flott met af þeim besta. „Fyrst og fremst spila ég númer 23 út af Mike. Ég byrjaði að elska leikinn út af honum þegar ég sá hvað hann gat afrekað,“ sagði LeBron. „Þegar þú elst upp við að horfa á Michael Jordan líturðu á hann sem Guð. Mér datt aldrei í hug að ég gæti komist fram úr honum í neinu. Ég byrjaði því að einbeita mér að því að ná öðrum leikmönnum. “ „Það hjálpaði mér að móta minn leik og það stærsta fyrir mig í dag eftir að bæta þetta met er það að ég afrekaði þetta með því að vera bara ég. Ég þarf ekki að skora til að hafa áhrif á körfuboltaleik. Ég hef alltaf viljað hafa áhrif á leikinn með öðru en að skora,“ sagði LeBron. Hann vill ekki meina að hann sé alfarið búinn að ná Jordan á listanum yfir þá bestu en fagnar því að vera í umræðunni ásamt Jordan um þann besta frá upphafi. „Það er bara ótrúlegt að nafnið mitt sé sagt í sömu setningu þess sem er sá besti allra tíma. Ég gerði allt eins og Mike þegar ég var lítill. Ég varð reyndar ekki sköllóttur eins og hann en það styttist í það. Það gerist samt eftir ferilinn,“ sagði LeBron James. Blaðamannafundinn og körfuna sem kom LeBron upp fyrir Jordan má sjá hér að neðan.
NBA Tengdar fréttir LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum