Slógu í gegn með söngleik Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2017 10:30 Söngleikurinn gerist um borð í skemmtiferðaskipi og fjallar um ástir og örlög farþeganna. Mynd/James Kennedy Leiklistarlífið blómstrar hér á Skagaströnd þessa dagana. Sýningin Allt er nú til sló í gegn þannig að við bættum við aukasýningum,“ segir Ástrós Elísdóttir sem er að ljúka öðrum vetri sem kennari í leiklist við Höfðaskóla. „Af 31 krakka í unglingadeild völdu 24 leiklist sem valfag. Auk þess bættust þrír við á lokasprettinum.“ Í fyrra setti Ástrós upp Mamma mia! með unglingunum í Höfðaskóla, í harðri samkeppni við Borgarleikhúsið. „Ég vann í Borgarleikhúsinu áður en ég kom hingað og fékk handritið eftir Þórarin Eldjárn lánað, stytti og breytti. Nú fannst mér Anything goes, með tónlist eftir Cole Porter, henta langbest en sá söngleikur hefur aldrei verið settur upp hér á landi og ég sótti um sýningar- og þýðingarrétt til Bandaríkjanna,“ segir Ástrós sem þýddi verkið og breytti textunum þannig að þeir yrðu sönghæfir.„Nemendur voru mjög metnaðarfullir og duglegir og leikmynd sem Trésmiðja Helga Gunnars setti upp með krökkunum var glæsileg. Svo hjálpuðumst við að með hár og förðun, krakkarnir voru nýbúnir að keppa í Stíl, á vegum Samfés, þar sem þeir tóku 1. sætið fyrir förðun,“ segir hún. Ástrós var í söngsveitinni Rokklingunum sem barn. Nú er hún leikhúsfræðingur, lærður leiðsögumaður og er að ljúka meistaranámi í ritlist – með vinnunni. Hún kveðst engin tengsl hafa haft við Skagaströnd áður en hún flutti þangað. „Maðurinn minn er sjávarlíffræðingur og fékk góða vinnu hér þannig að við slógum til. Nú eigum við átta mánaða barn og faðirinn var í fæðingarorlofi meðan mesta törnin var hjá mér með unglingunum.“ Skagaströnd Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Leiklistarlífið blómstrar hér á Skagaströnd þessa dagana. Sýningin Allt er nú til sló í gegn þannig að við bættum við aukasýningum,“ segir Ástrós Elísdóttir sem er að ljúka öðrum vetri sem kennari í leiklist við Höfðaskóla. „Af 31 krakka í unglingadeild völdu 24 leiklist sem valfag. Auk þess bættust þrír við á lokasprettinum.“ Í fyrra setti Ástrós upp Mamma mia! með unglingunum í Höfðaskóla, í harðri samkeppni við Borgarleikhúsið. „Ég vann í Borgarleikhúsinu áður en ég kom hingað og fékk handritið eftir Þórarin Eldjárn lánað, stytti og breytti. Nú fannst mér Anything goes, með tónlist eftir Cole Porter, henta langbest en sá söngleikur hefur aldrei verið settur upp hér á landi og ég sótti um sýningar- og þýðingarrétt til Bandaríkjanna,“ segir Ástrós sem þýddi verkið og breytti textunum þannig að þeir yrðu sönghæfir.„Nemendur voru mjög metnaðarfullir og duglegir og leikmynd sem Trésmiðja Helga Gunnars setti upp með krökkunum var glæsileg. Svo hjálpuðumst við að með hár og förðun, krakkarnir voru nýbúnir að keppa í Stíl, á vegum Samfés, þar sem þeir tóku 1. sætið fyrir förðun,“ segir hún. Ástrós var í söngsveitinni Rokklingunum sem barn. Nú er hún leikhúsfræðingur, lærður leiðsögumaður og er að ljúka meistaranámi í ritlist – með vinnunni. Hún kveðst engin tengsl hafa haft við Skagaströnd áður en hún flutti þangað. „Maðurinn minn er sjávarlíffræðingur og fékk góða vinnu hér þannig að við slógum til. Nú eigum við átta mánaða barn og faðirinn var í fæðingarorlofi meðan mesta törnin var hjá mér með unglingunum.“
Skagaströnd Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp