Ekki hægt að kenna læknum í hlutastarfi um vanda Landspítalans að mati lækna Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2017 19:20 Formenn læknafélaga og læknaráð Landspítalans bregðast harðlega við fullyrðingum landlæknis um að skortur á viðveru sérfræðinga í hlutastörfum á Landspítalanum ógni öryggi sjúklinga. Hins vegar viti allir hvar skóinn kreppi í heilbrigðiskerfinu sem hafi verið fjárhagslega svelt frá því löngu fyrir hrun. Landlæknir hefur margsinnis lýst áhyggjum af því hversu margir sérfræðingar á Landspítalanum vinna þar bara í hlutavinnu en eru annars á stofum utan spítalans. hann hefur viljað fara svipaða leið og Norðmenn þar sem læknar á spítölum megi ekki vinna utan spítalanna. Í Fréttablaðinu í gær segir landlæknir kerfið hér draga sérfræðinga og lækna frá Landspítalanum í stofurekstur í of miklum mæli sem þýði að læknar verji of litlum tíma á spítalanum. Þar með sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu. Orðrétt segir Birgir: „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala. Þá eru það unglæknar eða kandídatar sem halda uppi þeirri starfsemi auk hjúkrunarfræðinga.“Sjá einnig: Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga Formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur bregðast hart við þessum orðum landlæknis í Fréttablaðinu í dag og nú síðdegis sendi læknaráð Landspítalans frá sér ályktun þar sem þessum yfirlýsingum er harðlega mótmælt. Þeir sem þekki til starfsemi Landspítalans viti að þetta sé ekki rétt og telja verði að landlæknir hafi farið fram úr sér í yfirlýsingum. Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur gengur svo langt að krefjast þess að landlæknir biðjist afsökunar á þessum orðum sínum. „Mér finnst full ástæða til þess. Mér fannst hann taka of djúpt í árinni þarna. Mér fannst hann vera að hengja bakara fyrir smið og mér finnst að hann eigi að biðjast afsökunar á þessu,“ segir Arna. Þetta sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að þetta sé í raun yfirlýsing frá embætti landlæknis og hann sé æðsti yfirmaður þess að gæta öryggis sjúklinga. Er ekki eðlilegt að landlæknir hafi áhyggjur af því að ekki séu allar stöður skipaðar á þjóðarsjúkrahúsinu? „Jú vissulega en þá er það vandi þjóðarsjúkrahússins, ekki satt. Það er ekki hægt að kenna fólki um það sem starfar að hluta annars staðar,“ segir Arna. Auk þess að sinna störfum á stofum utan spítalans séu læknar við ýmis önnur störf eins og kennslu við Háskóla Íslands. „Það þarf auðvitað alltaf að passa að allir póstar á háskólasjúkrahúsi séu mannaðir. þegar það er vel gert er alltaf ínánlegt fólk á vaktinni. Á hverjum einasta pósti og ef það er ekki svoleiðis er vissulega hægt að tala um að það ógni sjúklinga. En þá þarf hann að fara inn á þessar deildir á Landspítalanum og skoða hvað er í gangi þar, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hins vegar tekur Arna undir þau sjónarmið að það þurfi ákveðinn kjarna á hverju sviði til að vinna þróunarstarf inni á spítalanum en á móti þurfi líka fólk sem taki vaktir og sinni sjúklingum. Fjárhagsvandi Landspítalans eigi rætur langt aftur fyrir hrun og fjármögnun ekki verið í takti við starfsemina árum saman. „Þjóðin hefur kallað eftir því og við erum öll sammála um að þarna þarf að gefa í. Sérstaklega á Landspítalanum, heilsugæslunni, öldrunarþjónustunni og geðlæknaþjónustunni. Við vitum alveg hvar skóinn kreppir,“ segir Arna Guðmundsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Formenn læknafélaga og læknaráð Landspítalans bregðast harðlega við fullyrðingum landlæknis um að skortur á viðveru sérfræðinga í hlutastörfum á Landspítalanum ógni öryggi sjúklinga. Hins vegar viti allir hvar skóinn kreppi í heilbrigðiskerfinu sem hafi verið fjárhagslega svelt frá því löngu fyrir hrun. Landlæknir hefur margsinnis lýst áhyggjum af því hversu margir sérfræðingar á Landspítalanum vinna þar bara í hlutavinnu en eru annars á stofum utan spítalans. hann hefur viljað fara svipaða leið og Norðmenn þar sem læknar á spítölum megi ekki vinna utan spítalanna. Í Fréttablaðinu í gær segir landlæknir kerfið hér draga sérfræðinga og lækna frá Landspítalanum í stofurekstur í of miklum mæli sem þýði að læknar verji of litlum tíma á spítalanum. Þar með sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu. Orðrétt segir Birgir: „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala. Þá eru það unglæknar eða kandídatar sem halda uppi þeirri starfsemi auk hjúkrunarfræðinga.“Sjá einnig: Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga Formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur bregðast hart við þessum orðum landlæknis í Fréttablaðinu í dag og nú síðdegis sendi læknaráð Landspítalans frá sér ályktun þar sem þessum yfirlýsingum er harðlega mótmælt. Þeir sem þekki til starfsemi Landspítalans viti að þetta sé ekki rétt og telja verði að landlæknir hafi farið fram úr sér í yfirlýsingum. Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur gengur svo langt að krefjast þess að landlæknir biðjist afsökunar á þessum orðum sínum. „Mér finnst full ástæða til þess. Mér fannst hann taka of djúpt í árinni þarna. Mér fannst hann vera að hengja bakara fyrir smið og mér finnst að hann eigi að biðjast afsökunar á þessu,“ segir Arna. Þetta sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að þetta sé í raun yfirlýsing frá embætti landlæknis og hann sé æðsti yfirmaður þess að gæta öryggis sjúklinga. Er ekki eðlilegt að landlæknir hafi áhyggjur af því að ekki séu allar stöður skipaðar á þjóðarsjúkrahúsinu? „Jú vissulega en þá er það vandi þjóðarsjúkrahússins, ekki satt. Það er ekki hægt að kenna fólki um það sem starfar að hluta annars staðar,“ segir Arna. Auk þess að sinna störfum á stofum utan spítalans séu læknar við ýmis önnur störf eins og kennslu við Háskóla Íslands. „Það þarf auðvitað alltaf að passa að allir póstar á háskólasjúkrahúsi séu mannaðir. þegar það er vel gert er alltaf ínánlegt fólk á vaktinni. Á hverjum einasta pósti og ef það er ekki svoleiðis er vissulega hægt að tala um að það ógni sjúklinga. En þá þarf hann að fara inn á þessar deildir á Landspítalanum og skoða hvað er í gangi þar, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hins vegar tekur Arna undir þau sjónarmið að það þurfi ákveðinn kjarna á hverju sviði til að vinna þróunarstarf inni á spítalanum en á móti þurfi líka fólk sem taki vaktir og sinni sjúklingum. Fjárhagsvandi Landspítalans eigi rætur langt aftur fyrir hrun og fjármögnun ekki verið í takti við starfsemina árum saman. „Þjóðin hefur kallað eftir því og við erum öll sammála um að þarna þarf að gefa í. Sérstaklega á Landspítalanum, heilsugæslunni, öldrunarþjónustunni og geðlæknaþjónustunni. Við vitum alveg hvar skóinn kreppir,“ segir Arna Guðmundsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira