Ekki hægt að kenna læknum í hlutastarfi um vanda Landspítalans að mati lækna Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2017 19:20 Formenn læknafélaga og læknaráð Landspítalans bregðast harðlega við fullyrðingum landlæknis um að skortur á viðveru sérfræðinga í hlutastörfum á Landspítalanum ógni öryggi sjúklinga. Hins vegar viti allir hvar skóinn kreppi í heilbrigðiskerfinu sem hafi verið fjárhagslega svelt frá því löngu fyrir hrun. Landlæknir hefur margsinnis lýst áhyggjum af því hversu margir sérfræðingar á Landspítalanum vinna þar bara í hlutavinnu en eru annars á stofum utan spítalans. hann hefur viljað fara svipaða leið og Norðmenn þar sem læknar á spítölum megi ekki vinna utan spítalanna. Í Fréttablaðinu í gær segir landlæknir kerfið hér draga sérfræðinga og lækna frá Landspítalanum í stofurekstur í of miklum mæli sem þýði að læknar verji of litlum tíma á spítalanum. Þar með sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu. Orðrétt segir Birgir: „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala. Þá eru það unglæknar eða kandídatar sem halda uppi þeirri starfsemi auk hjúkrunarfræðinga.“Sjá einnig: Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga Formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur bregðast hart við þessum orðum landlæknis í Fréttablaðinu í dag og nú síðdegis sendi læknaráð Landspítalans frá sér ályktun þar sem þessum yfirlýsingum er harðlega mótmælt. Þeir sem þekki til starfsemi Landspítalans viti að þetta sé ekki rétt og telja verði að landlæknir hafi farið fram úr sér í yfirlýsingum. Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur gengur svo langt að krefjast þess að landlæknir biðjist afsökunar á þessum orðum sínum. „Mér finnst full ástæða til þess. Mér fannst hann taka of djúpt í árinni þarna. Mér fannst hann vera að hengja bakara fyrir smið og mér finnst að hann eigi að biðjast afsökunar á þessu,“ segir Arna. Þetta sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að þetta sé í raun yfirlýsing frá embætti landlæknis og hann sé æðsti yfirmaður þess að gæta öryggis sjúklinga. Er ekki eðlilegt að landlæknir hafi áhyggjur af því að ekki séu allar stöður skipaðar á þjóðarsjúkrahúsinu? „Jú vissulega en þá er það vandi þjóðarsjúkrahússins, ekki satt. Það er ekki hægt að kenna fólki um það sem starfar að hluta annars staðar,“ segir Arna. Auk þess að sinna störfum á stofum utan spítalans séu læknar við ýmis önnur störf eins og kennslu við Háskóla Íslands. „Það þarf auðvitað alltaf að passa að allir póstar á háskólasjúkrahúsi séu mannaðir. þegar það er vel gert er alltaf ínánlegt fólk á vaktinni. Á hverjum einasta pósti og ef það er ekki svoleiðis er vissulega hægt að tala um að það ógni sjúklinga. En þá þarf hann að fara inn á þessar deildir á Landspítalanum og skoða hvað er í gangi þar, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hins vegar tekur Arna undir þau sjónarmið að það þurfi ákveðinn kjarna á hverju sviði til að vinna þróunarstarf inni á spítalanum en á móti þurfi líka fólk sem taki vaktir og sinni sjúklingum. Fjárhagsvandi Landspítalans eigi rætur langt aftur fyrir hrun og fjármögnun ekki verið í takti við starfsemina árum saman. „Þjóðin hefur kallað eftir því og við erum öll sammála um að þarna þarf að gefa í. Sérstaklega á Landspítalanum, heilsugæslunni, öldrunarþjónustunni og geðlæknaþjónustunni. Við vitum alveg hvar skóinn kreppir,“ segir Arna Guðmundsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Formenn læknafélaga og læknaráð Landspítalans bregðast harðlega við fullyrðingum landlæknis um að skortur á viðveru sérfræðinga í hlutastörfum á Landspítalanum ógni öryggi sjúklinga. Hins vegar viti allir hvar skóinn kreppi í heilbrigðiskerfinu sem hafi verið fjárhagslega svelt frá því löngu fyrir hrun. Landlæknir hefur margsinnis lýst áhyggjum af því hversu margir sérfræðingar á Landspítalanum vinna þar bara í hlutavinnu en eru annars á stofum utan spítalans. hann hefur viljað fara svipaða leið og Norðmenn þar sem læknar á spítölum megi ekki vinna utan spítalanna. Í Fréttablaðinu í gær segir landlæknir kerfið hér draga sérfræðinga og lækna frá Landspítalanum í stofurekstur í of miklum mæli sem þýði að læknar verji of litlum tíma á spítalanum. Þar með sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu. Orðrétt segir Birgir: „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala. Þá eru það unglæknar eða kandídatar sem halda uppi þeirri starfsemi auk hjúkrunarfræðinga.“Sjá einnig: Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga Formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur bregðast hart við þessum orðum landlæknis í Fréttablaðinu í dag og nú síðdegis sendi læknaráð Landspítalans frá sér ályktun þar sem þessum yfirlýsingum er harðlega mótmælt. Þeir sem þekki til starfsemi Landspítalans viti að þetta sé ekki rétt og telja verði að landlæknir hafi farið fram úr sér í yfirlýsingum. Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur gengur svo langt að krefjast þess að landlæknir biðjist afsökunar á þessum orðum sínum. „Mér finnst full ástæða til þess. Mér fannst hann taka of djúpt í árinni þarna. Mér fannst hann vera að hengja bakara fyrir smið og mér finnst að hann eigi að biðjast afsökunar á þessu,“ segir Arna. Þetta sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að þetta sé í raun yfirlýsing frá embætti landlæknis og hann sé æðsti yfirmaður þess að gæta öryggis sjúklinga. Er ekki eðlilegt að landlæknir hafi áhyggjur af því að ekki séu allar stöður skipaðar á þjóðarsjúkrahúsinu? „Jú vissulega en þá er það vandi þjóðarsjúkrahússins, ekki satt. Það er ekki hægt að kenna fólki um það sem starfar að hluta annars staðar,“ segir Arna. Auk þess að sinna störfum á stofum utan spítalans séu læknar við ýmis önnur störf eins og kennslu við Háskóla Íslands. „Það þarf auðvitað alltaf að passa að allir póstar á háskólasjúkrahúsi séu mannaðir. þegar það er vel gert er alltaf ínánlegt fólk á vaktinni. Á hverjum einasta pósti og ef það er ekki svoleiðis er vissulega hægt að tala um að það ógni sjúklinga. En þá þarf hann að fara inn á þessar deildir á Landspítalanum og skoða hvað er í gangi þar, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hins vegar tekur Arna undir þau sjónarmið að það þurfi ákveðinn kjarna á hverju sviði til að vinna þróunarstarf inni á spítalanum en á móti þurfi líka fólk sem taki vaktir og sinni sjúklingum. Fjárhagsvandi Landspítalans eigi rætur langt aftur fyrir hrun og fjármögnun ekki verið í takti við starfsemina árum saman. „Þjóðin hefur kallað eftir því og við erum öll sammála um að þarna þarf að gefa í. Sérstaklega á Landspítalanum, heilsugæslunni, öldrunarþjónustunni og geðlæknaþjónustunni. Við vitum alveg hvar skóinn kreppir,“ segir Arna Guðmundsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent