Dansandi górillan er vinur Stellu Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 16. maí 2017 08:00 Danshöfundurinn Stella Rósenkranz fylgdi Svölu út til Kænugarðs. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS Í teyminu sem fylgdi Svölu til Úkraínu var danshöfundurinn Stella Rósenkranz. Henni fannst fá dansatriði standa upp úr í Kænugarði, fyrir utan það sænska og auðvitað ítölsku górilluna, vin hennar. Mér fannst ekkert dansatriði skara fram úr í ár en ég hafði gaman af sænsku kóreógrafíunni á hlaupabrettunum. Kannski aðallega af því að ég fíla lagið alveg massa vel en líka bara af því að ég er svo ánægð með að einhverjir eru að koma með Ok!Go stemninguna til baka,“ segir Stella, danshöfundur og deildarstjóri Dansstúdíós World Class, sem hefur starfað með Svölu Björgvinsdóttur í gegnum allt Eurovision-ferlið. Stella segir gaman að sjá þegar fólk lærir dansana sem hún semur.„Það er rosalega gaman að vinna svona lengi að atriði og sjá það svo á svona massívu sviði. Það er líka æðislegt að sjá að viðbrögðin eru jákvæð, fólk að fíla hreyfingarnar, læra þær og herma og svona. Svo eru auðvitað einhverjir sem fíla þetta ekki, það er alltaf þannig. En ég elska að sjá myndbönd af fólki sem hefur lært hreyfingarnar sem við bjuggum til.“ Henni þykir mjög vænt um lagið Paper og atriðið sjálft. „Það er geggjað að fara í svona risa verkefni með vinum sínum, lag sem Svala og Einar semja og skiptir þau miklu máli. Svo er alltaf gaman þegar við Svala hittumst og prófum okkur áfram á æfingum, rosa mikil samvinna og auðvelt að ná saman. Ég var með gæsahúð allan tímann í undanúrslitunum þegar hún flutti lagið og negldi það. Hún var bara eins og einhver ninja þarna uppi, ég fæ gæsahúð aftur núna bara við tilhugsunina.“ Hissa að hitta vin sin í EurovisionVinur Stellu vakti athygli sem dansandi górilla í atriði hins ítalska Francesco Gabbani.NORDICPHOTOS/GETTYStella segist ekki hafa kynnst neinum öðrum danshöfundum úti í Kænugarði. „En ég kynntist einum af sænsku dönsurunum. Svo var pínu gaman að því að ítalskur félagi minn var dansandi górillan í atriði Ítala. Við hittumst óvart á opnunarhátíðinni og vorum bæði mega hissa að hittast þarna, ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að taka þátt í Eurovision. Við vorum alltaf á sömu dansnámskeiðunum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þannig að þetta var skemmtileg. Hvað framhaldið varðar þá var ýmislegt rætt, skipst á símanúmerum og svona en ekkert neglt ennþá.“ Stella er að fara að vinna í nokkrum verkefnum á næstunni. „Það eru nokkur tónlistarmyndbönd uppi á borðinu sem ég get ekki rætt strax. En svo er ég að fara að undirbúa tónleikana hans Palla í Laugardalshöll í haust. 16 dansarar og yfir 20 lög, svo það er mikið að gera hjá mér í því.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Sjá meira
Í teyminu sem fylgdi Svölu til Úkraínu var danshöfundurinn Stella Rósenkranz. Henni fannst fá dansatriði standa upp úr í Kænugarði, fyrir utan það sænska og auðvitað ítölsku górilluna, vin hennar. Mér fannst ekkert dansatriði skara fram úr í ár en ég hafði gaman af sænsku kóreógrafíunni á hlaupabrettunum. Kannski aðallega af því að ég fíla lagið alveg massa vel en líka bara af því að ég er svo ánægð með að einhverjir eru að koma með Ok!Go stemninguna til baka,“ segir Stella, danshöfundur og deildarstjóri Dansstúdíós World Class, sem hefur starfað með Svölu Björgvinsdóttur í gegnum allt Eurovision-ferlið. Stella segir gaman að sjá þegar fólk lærir dansana sem hún semur.„Það er rosalega gaman að vinna svona lengi að atriði og sjá það svo á svona massívu sviði. Það er líka æðislegt að sjá að viðbrögðin eru jákvæð, fólk að fíla hreyfingarnar, læra þær og herma og svona. Svo eru auðvitað einhverjir sem fíla þetta ekki, það er alltaf þannig. En ég elska að sjá myndbönd af fólki sem hefur lært hreyfingarnar sem við bjuggum til.“ Henni þykir mjög vænt um lagið Paper og atriðið sjálft. „Það er geggjað að fara í svona risa verkefni með vinum sínum, lag sem Svala og Einar semja og skiptir þau miklu máli. Svo er alltaf gaman þegar við Svala hittumst og prófum okkur áfram á æfingum, rosa mikil samvinna og auðvelt að ná saman. Ég var með gæsahúð allan tímann í undanúrslitunum þegar hún flutti lagið og negldi það. Hún var bara eins og einhver ninja þarna uppi, ég fæ gæsahúð aftur núna bara við tilhugsunina.“ Hissa að hitta vin sin í EurovisionVinur Stellu vakti athygli sem dansandi górilla í atriði hins ítalska Francesco Gabbani.NORDICPHOTOS/GETTYStella segist ekki hafa kynnst neinum öðrum danshöfundum úti í Kænugarði. „En ég kynntist einum af sænsku dönsurunum. Svo var pínu gaman að því að ítalskur félagi minn var dansandi górillan í atriði Ítala. Við hittumst óvart á opnunarhátíðinni og vorum bæði mega hissa að hittast þarna, ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að taka þátt í Eurovision. Við vorum alltaf á sömu dansnámskeiðunum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þannig að þetta var skemmtileg. Hvað framhaldið varðar þá var ýmislegt rætt, skipst á símanúmerum og svona en ekkert neglt ennþá.“ Stella er að fara að vinna í nokkrum verkefnum á næstunni. „Það eru nokkur tónlistarmyndbönd uppi á borðinu sem ég get ekki rætt strax. En svo er ég að fara að undirbúa tónleikana hans Palla í Laugardalshöll í haust. 16 dansarar og yfir 20 lög, svo það er mikið að gera hjá mér í því.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Sjá meira