Körfubolti

James og Love sáu um Celtics

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron var óstöðvandi í nótt.
LeBron var óstöðvandi í nótt. vísir/getty
NBA-meistarar Cleveland Cavaliers hófu úrslitin í Austurdeild NBA-deildarinnar með látum í nótt er þeir unnu fyrsta leikinn gegn Boston Celtics í Boston.

Það var ekkert ryð í liði Cleveland þó svo það væri búið að bíða í tíu daga eftir þessum leik því liðið vann sannfærandi, 104-117. Cleveland er því búið að vinna alla níu leiki sína í úrslitakeppninni í ár.

LeBron James fór einu sinni sem oftar á kostum í liði Cleveland en hann skoraði 38 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Hann fékk fína aðstoð frá Kevin Love í leiknum en sá skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Cleveland fékk líka 20 stig frá Tristan Thompson.

Avery Bradley og Jae Crowder skoruðu 21 stig fyrir Celtics en Isaiah Thomas skoraði 17 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Næsti leikur fer líka fram í Boston en hann verður spilaður annað kvöld.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×