Bengtsson lenti í fimmta sæti með lagi sínu I Can‘t Go On.
Í ræðu sinni sagði Sobral að við búum í heimi fjöldaframleiddar innihaldslausrar skyndibitatónlistar.
„Þetta gæti verið sigur fyrir tónlistina, sem gerir tónlist sem hefur þýðingu,“ sagði Sobral. „Tónlist er tilfinning. Reynum að breyta þessu.“
„Á blaðamannafundi í Kænugarði, líklega að tala um „skyndibita“ fjöldaframleidda tónlist. Til hamingju með sigurinn, ég er mjög hrifinn af laginu þínu og flutningi, en mér fannst ræða þín eftir sigurinn ekki sæma sönnum sigurvegara. „Skyndibita“ popptónlist getur verið það besta í heimi á réttum stað á réttum tíma, rétt eins og þitt lag. Það er pláss fyrir alla,“ skrifaði Bengtsson.