Ólga í Frakklandi: Forsetaframbjóðendurnir harðorðir á verkalýðsdaginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2017 23:20 Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í París í dag. Vísir/AFP Hinir tveir eftirstandandi frambjóðendur forsetakosninganna í Frakklandi, þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen, skutu föstum skotum í ræðum sínum á verkalýðsdaginn. Reuters greinir frá. Emmanuel Macron hamraði á því, eins og áður, að Le Pen væri ofstækismaður. Þá sagði Le Pen að Macron væri klón hins óvinsæla, fráfarandi Frakklandsforseta, Francois Hollande. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á forskot Macron en hann er talinn munu vinna kosningarnar með um 60 prósent atkvæða.Emmanuel Macron flytur ræðu frammi fyrir kjósendum í París, höfuðborg Frakklands, í dag.Vísir/AFPHarðorð á degi verkalýðsins Á mánudag, í tilefni dags verkalýðsins, flutti Macron ræðu við minningarathöfn um ungan marokkóskan mann sem drukknaði í ánni Signu fyrir 22 árum. Ungi maðurinn hafði verið staddur í kröfugöngu á verkalýðsdaginn en honum var hrint ofan í ána. Atvikið hefur alla tíð verið rakið til kynþáttahaturs. „Ég mun berjast fram á síðustu sekúndu, ekki aðeins gegn stefnuskrá hennar, heldur líka gegn hugmynd hennar um lýðræði og franska lýðveldið,“ sagði Macron, sem fer fram fyrir hinn nýstofnaða flokk En Marche! eða Áfram gakk!, um mótframbjóðanda sinn. Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, ávarpaði stuðningsmenn sína í Villepinte, úthverfi í norðurhluta Parísarborgar, og sagði: „Emmanuel Macron er bara Francois Hollande sem vill framlengja viðveru sína og rígheldur í vald eins og hrúðurkarl.“ Hún kallaði eftir því að Frakkland endurheimti „sjálfstæði sitt“ frá Evrópusambandinu en minntist ekkert á tillögu sína um að leggja niður evruna.Marine Le Pen ávarpar samkomu í Villepinte, úthverfi Parísarborgar.Vísir/AfpÁtök á mörgum vígstöðvum Á meðan frambjóðendurnir tókust á geisuðu einnig átök á götum Parísar. Í frétt BBC er greint frá ryskingum milli lögreglu og mótmælenda samhliða hinum hefðbundnu verkalýðsgöngum í París. Fjórir lögreglumenn særðust þegar grímuklæddir mótmælendur hentu bensínsprengjum í átt að lögreglu, sem brást við með táragasi. Atvikið átti sér stað við Bastillutorgið í París. Fimm af stærstu stéttarfélögum Frakklands hafa hvatt meðlimi sína til að greiða Le Pen ekki atkvæði í forsetakosningunum. Þó hafa aðeins tvö frönsk stéttarfélög lýst yfir stuðningi við Macron. Erlent Frakkland Tengdar fréttir Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34 Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Hinir tveir eftirstandandi frambjóðendur forsetakosninganna í Frakklandi, þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen, skutu föstum skotum í ræðum sínum á verkalýðsdaginn. Reuters greinir frá. Emmanuel Macron hamraði á því, eins og áður, að Le Pen væri ofstækismaður. Þá sagði Le Pen að Macron væri klón hins óvinsæla, fráfarandi Frakklandsforseta, Francois Hollande. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á forskot Macron en hann er talinn munu vinna kosningarnar með um 60 prósent atkvæða.Emmanuel Macron flytur ræðu frammi fyrir kjósendum í París, höfuðborg Frakklands, í dag.Vísir/AFPHarðorð á degi verkalýðsins Á mánudag, í tilefni dags verkalýðsins, flutti Macron ræðu við minningarathöfn um ungan marokkóskan mann sem drukknaði í ánni Signu fyrir 22 árum. Ungi maðurinn hafði verið staddur í kröfugöngu á verkalýðsdaginn en honum var hrint ofan í ána. Atvikið hefur alla tíð verið rakið til kynþáttahaturs. „Ég mun berjast fram á síðustu sekúndu, ekki aðeins gegn stefnuskrá hennar, heldur líka gegn hugmynd hennar um lýðræði og franska lýðveldið,“ sagði Macron, sem fer fram fyrir hinn nýstofnaða flokk En Marche! eða Áfram gakk!, um mótframbjóðanda sinn. Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, ávarpaði stuðningsmenn sína í Villepinte, úthverfi í norðurhluta Parísarborgar, og sagði: „Emmanuel Macron er bara Francois Hollande sem vill framlengja viðveru sína og rígheldur í vald eins og hrúðurkarl.“ Hún kallaði eftir því að Frakkland endurheimti „sjálfstæði sitt“ frá Evrópusambandinu en minntist ekkert á tillögu sína um að leggja niður evruna.Marine Le Pen ávarpar samkomu í Villepinte, úthverfi Parísarborgar.Vísir/AfpÁtök á mörgum vígstöðvum Á meðan frambjóðendurnir tókust á geisuðu einnig átök á götum Parísar. Í frétt BBC er greint frá ryskingum milli lögreglu og mótmælenda samhliða hinum hefðbundnu verkalýðsgöngum í París. Fjórir lögreglumenn særðust þegar grímuklæddir mótmælendur hentu bensínsprengjum í átt að lögreglu, sem brást við með táragasi. Atvikið átti sér stað við Bastillutorgið í París. Fimm af stærstu stéttarfélögum Frakklands hafa hvatt meðlimi sína til að greiða Le Pen ekki atkvæði í forsetakosningunum. Þó hafa aðeins tvö frönsk stéttarfélög lýst yfir stuðningi við Macron.
Erlent Frakkland Tengdar fréttir Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34 Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34
Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51
Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45