Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2017 12:15 Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals. Vísir/Stefán Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Valsmenn mættu með átta marka forskot út til Rúmeníu en töpuðu seinni leiknum með níu mörkum og eru því úr leik. Dómarar leiksins buðu upp á ansi skrautlega frammistöðu og leikmaður Vals hafði það eftir þjálfara rúmenska liðsins að þeim hafi verið mútað. Stjórn handknattleiksdeildar Vals hefur nú sett málið í viðeigandi farveg í samstarfi við HSÍ og lögfræðing á vegum félagsins. Þar verður metið hvort Valsmenn kæra eða ekki. „Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum liðsins var gróflega misboðið og er það skylda okkar að láta í okkur heyra þegar slíkt á sér stað. Við hvetjum alla sem bera hag íþróttarinnar fyrir brjósti til að deila myndskeiðum úr leiknum og vekja þannig athygli á málinu á alþjóða vettvangi,“ segir meðal annars í þessari fréttatilkynningu en hana má lesa alla hér fyrir neðan.Fréttatilkynning handknattleiksdeildar Vals vegna undanúrslita Áskorendakeppni Evrópu Vegna umfjöllunar fjölmiðla og umræðu um skrautlegan undanúrslitaleik Vals og Potaissa Turda í Rúmeníu síðastliðinn sunnudag, vill stjórn handknattleiksdeildar Vals koma eftirfarandi á framfæri. Stjórn handknattleiksdeildar Vals hefur sett málið í viðeigandi farveg í samstarfi við HSÍ og lögfræðing á vegum félagsins. Mun það nú verða skoðað af þar til bærum aðilum, en það er ljóst að félagið mun a.m.k. senda frá sér formlega kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem liðinu voru skapaðar í Rúmeníu í umræddum leik. Hvort og með hvaða hætti kæra verður sett fram verður metið af aðilum sem hæfastir eru til slíks. Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum liðsins var gróflega misboðið og er það skylda okkar að láta í okkur heyra þegar slíkt á sér stað. Við hvetjum alla sem bera hag íþróttarinnar fyrir brjósti til að deila myndskeiðum úr leiknum og vekja þannig athygli á málinu á alþjóða vettvangi. Að sama skapi er mikilvægt að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem að liðinu standa fái nú tækifæri til að einblína á verkefnið hér heima, þar sem liðið er í baráttu í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. F.h. stjórnar hkd Vals Hörður Gunnarsson Formaður Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Valsmenn mættu með átta marka forskot út til Rúmeníu en töpuðu seinni leiknum með níu mörkum og eru því úr leik. Dómarar leiksins buðu upp á ansi skrautlega frammistöðu og leikmaður Vals hafði það eftir þjálfara rúmenska liðsins að þeim hafi verið mútað. Stjórn handknattleiksdeildar Vals hefur nú sett málið í viðeigandi farveg í samstarfi við HSÍ og lögfræðing á vegum félagsins. Þar verður metið hvort Valsmenn kæra eða ekki. „Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum liðsins var gróflega misboðið og er það skylda okkar að láta í okkur heyra þegar slíkt á sér stað. Við hvetjum alla sem bera hag íþróttarinnar fyrir brjósti til að deila myndskeiðum úr leiknum og vekja þannig athygli á málinu á alþjóða vettvangi,“ segir meðal annars í þessari fréttatilkynningu en hana má lesa alla hér fyrir neðan.Fréttatilkynning handknattleiksdeildar Vals vegna undanúrslita Áskorendakeppni Evrópu Vegna umfjöllunar fjölmiðla og umræðu um skrautlegan undanúrslitaleik Vals og Potaissa Turda í Rúmeníu síðastliðinn sunnudag, vill stjórn handknattleiksdeildar Vals koma eftirfarandi á framfæri. Stjórn handknattleiksdeildar Vals hefur sett málið í viðeigandi farveg í samstarfi við HSÍ og lögfræðing á vegum félagsins. Mun það nú verða skoðað af þar til bærum aðilum, en það er ljóst að félagið mun a.m.k. senda frá sér formlega kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem liðinu voru skapaðar í Rúmeníu í umræddum leik. Hvort og með hvaða hætti kæra verður sett fram verður metið af aðilum sem hæfastir eru til slíks. Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum liðsins var gróflega misboðið og er það skylda okkar að láta í okkur heyra þegar slíkt á sér stað. Við hvetjum alla sem bera hag íþróttarinnar fyrir brjósti til að deila myndskeiðum úr leiknum og vekja þannig athygli á málinu á alþjóða vettvangi. Að sama skapi er mikilvægt að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem að liðinu standa fái nú tækifæri til að einblína á verkefnið hér heima, þar sem liðið er í baráttu í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. F.h. stjórnar hkd Vals Hörður Gunnarsson Formaður
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira