Forráðamenn hafnaboltaliðsins Boston Red Sox hafa beðið Adam Jones, leikmann Baltimore Orioles, afsökunar á hegðun stuðningsmanna Red Sox í hans garð.
Nokkrir einstaklingar gengu allt of langt á dögunum er þeir kölluðu hann negra og köstuðu líka poka af hnetum í hann.
„Félaginu er óglatt yfir því hvernig þetta fólk hagaði sér,“ segir í yfirlýsingu frá Red Sox.
Meira að segja borgarstjóri Boston, Marty Walsh, blandaði sér í málið og sagði að þessi hegðun endurspeglaði ekki hvernig borgin væri.
Jones sagðist áður hafa lent í kynþáttahöturum á Fenway Park, heimavelli Red Sox, en þetta hefði verið það versta sem hann hefði upplifað.
Rasismi hjá Red Sox
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn