Það gerði hann eftir að hann heyrði af vandræðum íslenska hópsins, en farangur þeirra týndist á leiðinni út, eins og frægt er orðið.
Í myndbandinu hér fyrir neðan sýnir Koskov hluta af búningnum sínum, sem hann segir vera þann flottasta í keppninni í ár og er ekki laust við að það sé smá Matrix fílingur í honum.
Koskov er yngsti keppandinn í ár, en hann fæddist árið 2000.
Hann mun flytja lagið Beautiful Mess fyrir hönd Búlgaríu, í síðari undanúrslitum, fimmtudagskvöldið 11. maí. Fastlega er gert ráð fyrir því að hann fljúgi upp úr þeim og taki þátt í aðalkeppninni á laugardagskvöldinu, þar sem veðbankar spá honum góðu gengi.
Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga.
Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.
Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.
Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.