Löggan vissi af dópinu Snærós Sindradóttir skrifar 5. maí 2017 07:00 Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. vísir/GVA Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. Mennirnir tveir, sem eru í haldi lögreglu, eru báðir pólskir en annar mannanna kom efnunum til landsins með bíl í Norrænu en hinn ferðaðist hingað nokkrum dögum áður og veitti efnunum viðtöku. Mikill fjöldi smyglmála, sem komið hafa upp undanfarin ár, hefur sterka tengingu við Holland. Lögreglan greindi frá því í gær að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. maí. Heimildir herma að lögreglu hafi borist ábending um innflutninginn nokkru áður en Norræna kom til landsins á þriðjudag í síðustu viku. Rannsókn á frumstigi hafi leitt í ljós hvernig maður í Hollandi reyndi að sannfæra pólska smyglarann um að þrátt fyrir að fíkniefnahundar og tollayfirvöld gætu komið að leit í skipinu væri engin hætta á að efnin fyndust. Svo haganlega væri búið um þau. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst óskaði lögregla eftir heimild til að koma fyrir hlerunarbúnaði í bílnum og staðsetningartæki. Fram hefur komið að maðurinn var ekki handtekinn við komu til landsins heldur leyft að koma efnunum á áfangastað þar sem báðir voru handteknir. Fíkniefnin eru í efnagreiningu svo ekki liggur fyrir hvers konar efni er um að ræða né nákvæmt magn. Misjafnlega hefur gengið að finna höfuðpaura í smyglmálum sem undanfarið hafa komið upp og hafa tengingu við Holland. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, segir allt kapp lagt á að rannsaka aðild grunuðu að málinu en segist ekki geta sagt til um hvort lögregla telji öll smyglmálin, sem komið hafa upp með tengingu við Holland, eigi sömu upptök hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. Mennirnir tveir, sem eru í haldi lögreglu, eru báðir pólskir en annar mannanna kom efnunum til landsins með bíl í Norrænu en hinn ferðaðist hingað nokkrum dögum áður og veitti efnunum viðtöku. Mikill fjöldi smyglmála, sem komið hafa upp undanfarin ár, hefur sterka tengingu við Holland. Lögreglan greindi frá því í gær að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. maí. Heimildir herma að lögreglu hafi borist ábending um innflutninginn nokkru áður en Norræna kom til landsins á þriðjudag í síðustu viku. Rannsókn á frumstigi hafi leitt í ljós hvernig maður í Hollandi reyndi að sannfæra pólska smyglarann um að þrátt fyrir að fíkniefnahundar og tollayfirvöld gætu komið að leit í skipinu væri engin hætta á að efnin fyndust. Svo haganlega væri búið um þau. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst óskaði lögregla eftir heimild til að koma fyrir hlerunarbúnaði í bílnum og staðsetningartæki. Fram hefur komið að maðurinn var ekki handtekinn við komu til landsins heldur leyft að koma efnunum á áfangastað þar sem báðir voru handteknir. Fíkniefnin eru í efnagreiningu svo ekki liggur fyrir hvers konar efni er um að ræða né nákvæmt magn. Misjafnlega hefur gengið að finna höfuðpaura í smyglmálum sem undanfarið hafa komið upp og hafa tengingu við Holland. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, segir allt kapp lagt á að rannsaka aðild grunuðu að málinu en segist ekki geta sagt til um hvort lögregla telji öll smyglmálin, sem komið hafa upp með tengingu við Holland, eigi sömu upptök hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels