Löggan vissi af dópinu Snærós Sindradóttir skrifar 5. maí 2017 07:00 Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. vísir/GVA Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. Mennirnir tveir, sem eru í haldi lögreglu, eru báðir pólskir en annar mannanna kom efnunum til landsins með bíl í Norrænu en hinn ferðaðist hingað nokkrum dögum áður og veitti efnunum viðtöku. Mikill fjöldi smyglmála, sem komið hafa upp undanfarin ár, hefur sterka tengingu við Holland. Lögreglan greindi frá því í gær að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. maí. Heimildir herma að lögreglu hafi borist ábending um innflutninginn nokkru áður en Norræna kom til landsins á þriðjudag í síðustu viku. Rannsókn á frumstigi hafi leitt í ljós hvernig maður í Hollandi reyndi að sannfæra pólska smyglarann um að þrátt fyrir að fíkniefnahundar og tollayfirvöld gætu komið að leit í skipinu væri engin hætta á að efnin fyndust. Svo haganlega væri búið um þau. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst óskaði lögregla eftir heimild til að koma fyrir hlerunarbúnaði í bílnum og staðsetningartæki. Fram hefur komið að maðurinn var ekki handtekinn við komu til landsins heldur leyft að koma efnunum á áfangastað þar sem báðir voru handteknir. Fíkniefnin eru í efnagreiningu svo ekki liggur fyrir hvers konar efni er um að ræða né nákvæmt magn. Misjafnlega hefur gengið að finna höfuðpaura í smyglmálum sem undanfarið hafa komið upp og hafa tengingu við Holland. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, segir allt kapp lagt á að rannsaka aðild grunuðu að málinu en segist ekki geta sagt til um hvort lögregla telji öll smyglmálin, sem komið hafa upp með tengingu við Holland, eigi sömu upptök hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. Mennirnir tveir, sem eru í haldi lögreglu, eru báðir pólskir en annar mannanna kom efnunum til landsins með bíl í Norrænu en hinn ferðaðist hingað nokkrum dögum áður og veitti efnunum viðtöku. Mikill fjöldi smyglmála, sem komið hafa upp undanfarin ár, hefur sterka tengingu við Holland. Lögreglan greindi frá því í gær að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. maí. Heimildir herma að lögreglu hafi borist ábending um innflutninginn nokkru áður en Norræna kom til landsins á þriðjudag í síðustu viku. Rannsókn á frumstigi hafi leitt í ljós hvernig maður í Hollandi reyndi að sannfæra pólska smyglarann um að þrátt fyrir að fíkniefnahundar og tollayfirvöld gætu komið að leit í skipinu væri engin hætta á að efnin fyndust. Svo haganlega væri búið um þau. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst óskaði lögregla eftir heimild til að koma fyrir hlerunarbúnaði í bílnum og staðsetningartæki. Fram hefur komið að maðurinn var ekki handtekinn við komu til landsins heldur leyft að koma efnunum á áfangastað þar sem báðir voru handteknir. Fíkniefnin eru í efnagreiningu svo ekki liggur fyrir hvers konar efni er um að ræða né nákvæmt magn. Misjafnlega hefur gengið að finna höfuðpaura í smyglmálum sem undanfarið hafa komið upp og hafa tengingu við Holland. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, segir allt kapp lagt á að rannsaka aðild grunuðu að málinu en segist ekki geta sagt til um hvort lögregla telji öll smyglmálin, sem komið hafa upp með tengingu við Holland, eigi sömu upptök hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira