Körfubolti

Óþolandi körfuboltapabbinn selur dýrari skó en Nike

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LaVar Ball. Fáviti eða snillingur?
LaVar Ball. Fáviti eða snillingur? vísir/getty
Körfuboltapabbinn LaVar Ball er mikið á milli tannanna á fólki og þá aðallega þar sem hegðun hans fer ótrúlega í taugarnar á fólki.

Hann fær nægt pláss í fjölmiðlum til þess að pirra fólk með yfirlýsingum. Nú er hann byrjaður að selja körfuboltaskó undir nafninu „Big Baller Brand“.

Skólínan heitir ZO2 en Ball hannaði skóna fyrir son sinn, Lonzo, sem er afar efnilega.

Áritaðir skór eru til sölu hjá Ball á rúmlega 105 þúsund krónur. Ævintýralegt verð.





Aðalskórnir, án áritunar, kosta rúmlega 52 þúsund krónur. Dýrustu Jordan-skórnir hafa verið á 42 þúsund krónur. Sumt fólk veit ekki hvort það á að hlæja eða gráta.

Ball hefur eðlilega verið gagnrýndur fyrir verðið á skónum. Það stóð nú ekki á svari hjá kallinum frekar en fyrri daginn.

„Ef þú hefur ekki efni á þessum skóm þá ertu ekki alvöru maður,“ sagði Ball drjúgur.

Margir innan NBA-heimsins hafa gagnrýnt Ball fyrir að reyna að selja krökkum svona fáranlega dýra skó.

Ball er aftur á móti hvergi banginn. Hann fær fría auglýsingu út um allan heim. Líka hér á Íslandi. Verður áhugavert að sjá hvernig salan mun ganga hjá honum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×