Svala verður 13. í röðinni í höllinni í Kænugarði. Vísir verður með ítarlega umfjöllun um keppnina á næstu dögum en í dag var rætt við söngkonuna sjálfa í kvöldfréttum Stöðvar 2 og henni var einnig fylgt eftir þegar hún tók þátt í hljóðprufu í Euro-þorpinu fyrir Skandinavíska partýið sem fram fór fyrr í kvöld.
Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir sem blaðamenn Vísis tóku á fyrsta degi í Eurovision.







