Vísir á rauða dreglinum: Albanska glæsigyðjan missti sjötíu kíló Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 7. maí 2017 20:15 Til vinstri má sjá mynd af Lindita frá því í dag og til hægri er mynd af henni fyrir nokkrum árum. vísir/eurovisiontv/sáp Rauði dregillinn var við Mariyinsky höllina í Kænugarði í dag og mættu yfir þúsund blaðamenn til að spyrja listamennina sem taka þátt í Eurovision spjörunum úr. Vísir var á staðnum og voru aðstæður frábærar fyrir góð viðtöl en hitinn fór hátt í 30 stig og algjörlega heiðskýrt. Flosi Jón Ófeigsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir eru með Eurovision-keppnina alveg á hreinu og mæta þau bæði á hverju einasta ári. Þau eru Eurovision-sérfræðingar Vísis og var rætt við þau bæði við rauða dregilinn í dag en þau voru bæði sammála um að það yrði skandall ef Svala kæmist ekki áfram í keppninni. Einn mest spennandi keppandi Eurovision í ár er hin 27 ára Lindita Halimi frá Albaníu. Hún tekur þátt í keppninni með laginu World en Lindita vakti fyrst athygli árið 2007 þegar hún fór í úrslit í albanska Idol. Tæplega tíu árum síðar eða árið 2016 tók hún síðan þátt í American Idol og hafnaði hún í efstu 25 sætunum. Lindita hefur á nokkrum árum misst 68 kíló sem er meira en helmingur líkamsþyngdar hennar og það gjörsamlega breytti lífi hennar. Rætt var við hana um boðskap lagsins sem hún syngur í ár. Einnig var rætt við hinn 17 ára Isaiah frá Ástralíu sem tekur lagið Don't Come Easy og vakti helst hlátur hans athygli í viðtalinu hér að neðan. Að lokum heyrði Vísir hljóðið í Dihaj frá Azerbaijan en hún var með svakalegt fylgdarlið á rauða teppinu í dag. Það mátti meðan annars sjá mann með risa hestahaus. Hér má sjá það helsta frá teppinu í dag.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Rauði dregillinn var við Mariyinsky höllina í Kænugarði í dag og mættu yfir þúsund blaðamenn til að spyrja listamennina sem taka þátt í Eurovision spjörunum úr. Vísir var á staðnum og voru aðstæður frábærar fyrir góð viðtöl en hitinn fór hátt í 30 stig og algjörlega heiðskýrt. Flosi Jón Ófeigsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir eru með Eurovision-keppnina alveg á hreinu og mæta þau bæði á hverju einasta ári. Þau eru Eurovision-sérfræðingar Vísis og var rætt við þau bæði við rauða dregilinn í dag en þau voru bæði sammála um að það yrði skandall ef Svala kæmist ekki áfram í keppninni. Einn mest spennandi keppandi Eurovision í ár er hin 27 ára Lindita Halimi frá Albaníu. Hún tekur þátt í keppninni með laginu World en Lindita vakti fyrst athygli árið 2007 þegar hún fór í úrslit í albanska Idol. Tæplega tíu árum síðar eða árið 2016 tók hún síðan þátt í American Idol og hafnaði hún í efstu 25 sætunum. Lindita hefur á nokkrum árum misst 68 kíló sem er meira en helmingur líkamsþyngdar hennar og það gjörsamlega breytti lífi hennar. Rætt var við hana um boðskap lagsins sem hún syngur í ár. Einnig var rætt við hinn 17 ára Isaiah frá Ástralíu sem tekur lagið Don't Come Easy og vakti helst hlátur hans athygli í viðtalinu hér að neðan. Að lokum heyrði Vísir hljóðið í Dihaj frá Azerbaijan en hún var með svakalegt fylgdarlið á rauða teppinu í dag. Það mátti meðan annars sjá mann með risa hestahaus. Hér má sjá það helsta frá teppinu í dag.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira