Minnstu spámennirnir eru oftast leiðinlegastir Benedikt Bóas skrifar 8. maí 2017 09:00 Íslensku sjónvarpsmennirnir eru spenntir fyrir gengi Svölu Björgvinsdóttur frammi fyrir dómnefndarmönnum í kvöld. Mynd/Eurovision „Í dag flytur Svala lagið sitt Paper fyrir dómnefndirnar sem eru með okkur í riðli út um alla Evrópu. Sú keppni er alveg jafn mikilvæg og sú sem við horfum á á morgun. Það er svolítið skrýtið því áhorfendur sjá hana ekki einu sinni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sem mun lýsa keppninni á morgun. Gísli Marteinn hefur verið í Úkraínu að safna sér upplýsingum um keppendur og fylgdarlið og er búinn að komast að ýmsu um fjölmargar þjóðir og finna Íslandstengingu við merkilega marga keppendur. „Nálægðin við listamennina hér er mjög mikil og það er auðvelt að ná viðtölum. Oft eru þetta listamenn sem eru vinsælir í sínum heimalöndum og það er gaman að sjá þá þurfa að svara misgáfulegum spurningum. Það er alltaf gamla sagan að stærstu listamennirnir eru ekki með stjörnustæla en þeir sem spáð er litlum frama eru svolítið þurrir og leiðinlegir,“ segir Gísli Marteinn. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kiev, tekur undir með Gísla Marteini um mikilvægi kvöldsins. „Þetta er gert til að atkvæðin skili sér í hús, ef eitthvað skyldi klikka í símakosningunni. Eins og allir vita þá er Eurovision fyrst og fremst sjónvarpsefni og skemmtiefni og við viljum ekki að það sé eitthvert klúður,“ segir Felix og hlær hjartanlega. Töluvert hefur einmitt verið rætt og ritað hér í Úkraínu um hvort allt muni skila sér heim í stofur Evrópubúa. Það hafa ekki allir trú á Úkraínumönnum og stutt síðan að kallað var í sænskan framleiðanda til að tryggja að allt kæmist í gegnum gervihnöttinn. „Það verður athyglisvert að sjá hvort það takist hjá Úkraínumönnum að koma þessu í loftið, segir Felix Bergsson.“ Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
„Í dag flytur Svala lagið sitt Paper fyrir dómnefndirnar sem eru með okkur í riðli út um alla Evrópu. Sú keppni er alveg jafn mikilvæg og sú sem við horfum á á morgun. Það er svolítið skrýtið því áhorfendur sjá hana ekki einu sinni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sem mun lýsa keppninni á morgun. Gísli Marteinn hefur verið í Úkraínu að safna sér upplýsingum um keppendur og fylgdarlið og er búinn að komast að ýmsu um fjölmargar þjóðir og finna Íslandstengingu við merkilega marga keppendur. „Nálægðin við listamennina hér er mjög mikil og það er auðvelt að ná viðtölum. Oft eru þetta listamenn sem eru vinsælir í sínum heimalöndum og það er gaman að sjá þá þurfa að svara misgáfulegum spurningum. Það er alltaf gamla sagan að stærstu listamennirnir eru ekki með stjörnustæla en þeir sem spáð er litlum frama eru svolítið þurrir og leiðinlegir,“ segir Gísli Marteinn. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kiev, tekur undir með Gísla Marteini um mikilvægi kvöldsins. „Þetta er gert til að atkvæðin skili sér í hús, ef eitthvað skyldi klikka í símakosningunni. Eins og allir vita þá er Eurovision fyrst og fremst sjónvarpsefni og skemmtiefni og við viljum ekki að það sé eitthvert klúður,“ segir Felix og hlær hjartanlega. Töluvert hefur einmitt verið rætt og ritað hér í Úkraínu um hvort allt muni skila sér heim í stofur Evrópubúa. Það hafa ekki allir trú á Úkraínumönnum og stutt síðan að kallað var í sænskan framleiðanda til að tryggja að allt kæmist í gegnum gervihnöttinn. „Það verður athyglisvert að sjá hvort það takist hjá Úkraínumönnum að koma þessu í loftið, segir Felix Bergsson.“
Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira