Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2017 20:57 Svala á sviði í Kænugarði. Eurovision Blaðamenn fylgdust með dómarennsli fyrri undanriðils söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í Úkraínu í kvöld þar sem Svala Björgvinsdóttir steig á svið fyrir hönd Íslands. Á dómararennslinu fylgjast dómnefndir hverra landa með flutningi keppenda en stig þeirra gilda til helmings á móti símaatkvæðum áhorfenda. Það var því flutningurinn í kvöld sem ræður því hvaða lönd fá stig frá dómnefndum hverrar þjóðar.Matthew Friedrichs, sem skrifar fyrir vefinn ESC United, sagði atriði Svölu vera dómaravænt. „En það er þó frekar bragðdauft og óspennandi,“ skrifaði Friedrichs um atriði Svölu. Hann sagði flutning hennar fremur staðnaðan fyrir þetta lag en hún flytji það þó eins vel og hún getur og sé örugg á sviði.Samuel Deakin ritar fyrir Eurovoix en hann sagði flutning Svölu vera hnitmiðaðan og að umgjörðin á sviði hentaði flutningi hennar fullkomlega. „Það voru engin mistök á þessu dómararennsli,“ skrifar Deakin.Bretinn Jessica Weaver ritar fyrir Eurovision-vefinn ESC Today en þar segir hún Svölu hafa flutt lagið einstaklega vel á dómarennslinu. Var það mat Weaver að flutningur Svölu gæti hafa lagst vel í dómnefndirnar og að það gæti mögulega gert góða hluti með stuðningi í formi atkvæða frá áhorfendum á morgun.“Blaðamaður sænska dagblaðsins Aftonbladet, Tobbe Ek, segir lagið Paper ekki eina af öskurballöðum keppninnar, það sé of gott til þess. Hann segir Svölu skorta hlýju á sviði en að hún skarti þykkustu skósólum keppninnar.Sjá einnig: Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin birti í dag á bloggsíðu sinni sína stigagjöf yfir öll lögin sem eru í Eurovision í ár. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir á síðu sinni að hann myndi gefa Svölu fimm stig í keppninni, ef hann fengi einhverju ráðið. Eurovision Tengdar fréttir Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00 Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
Blaðamenn fylgdust með dómarennsli fyrri undanriðils söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í Úkraínu í kvöld þar sem Svala Björgvinsdóttir steig á svið fyrir hönd Íslands. Á dómararennslinu fylgjast dómnefndir hverra landa með flutningi keppenda en stig þeirra gilda til helmings á móti símaatkvæðum áhorfenda. Það var því flutningurinn í kvöld sem ræður því hvaða lönd fá stig frá dómnefndum hverrar þjóðar.Matthew Friedrichs, sem skrifar fyrir vefinn ESC United, sagði atriði Svölu vera dómaravænt. „En það er þó frekar bragðdauft og óspennandi,“ skrifaði Friedrichs um atriði Svölu. Hann sagði flutning hennar fremur staðnaðan fyrir þetta lag en hún flytji það þó eins vel og hún getur og sé örugg á sviði.Samuel Deakin ritar fyrir Eurovoix en hann sagði flutning Svölu vera hnitmiðaðan og að umgjörðin á sviði hentaði flutningi hennar fullkomlega. „Það voru engin mistök á þessu dómararennsli,“ skrifar Deakin.Bretinn Jessica Weaver ritar fyrir Eurovision-vefinn ESC Today en þar segir hún Svölu hafa flutt lagið einstaklega vel á dómarennslinu. Var það mat Weaver að flutningur Svölu gæti hafa lagst vel í dómnefndirnar og að það gæti mögulega gert góða hluti með stuðningi í formi atkvæða frá áhorfendum á morgun.“Blaðamaður sænska dagblaðsins Aftonbladet, Tobbe Ek, segir lagið Paper ekki eina af öskurballöðum keppninnar, það sé of gott til þess. Hann segir Svölu skorta hlýju á sviði en að hún skarti þykkustu skósólum keppninnar.Sjá einnig: Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin birti í dag á bloggsíðu sinni sína stigagjöf yfir öll lögin sem eru í Eurovision í ár. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir á síðu sinni að hann myndi gefa Svölu fimm stig í keppninni, ef hann fengi einhverju ráðið.
Eurovision Tengdar fréttir Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00 Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21
Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45
Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00
Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39