Skilaboð hans eru einföld: Sendið Svölu ást og atkvæði.
Bó er einn þekktasti dægurlagasöngvari Íslands og frægð hans nær vel út fyrir landsteina. Hann fór sjálfur sem fulltrúi Íslands í Eurovision-keppnina 1995 og söng þá lagið „Núna“ – og gerði það með miklum glæsibrag. Bó er því vel þekktur í Eurovison-heimum og munar um minna; stuðningur á borð við hans.
Ekkert vantar uppá að vinir Bós á Facebook taki undir með honum en nú þegar hafa um 40 manns deilt færslu hans og allt í gangi.