"Fátækt er ekki aumingjaskapur“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2017 20:00 Ásta er í félagi fólks í fátækt og segir fólk eiga erfitt með að stíga fram og viðurkenna vandann Vísir/skjáskot Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og félagi í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd. Á síðunni 1. maí Ísland á Facebook er verið að hvetja fólk til að mæta í kröfugöngu á morgun og hafa verið birt áhrifamikil myndbönd þar sem fólk lýsir reynslu sinni af fátækt. Í september á síðasta ári birti Hagstofa Íslands skýrslu um sárafátækt á Íslandi. Þar kom fram að árið 2015 mældust 1,3 prósent þjóðarinnar sárafátækt eða fjögur til fimm þúsund Íslendingar. Þeir sem búa við sárafátækt samkvæmt þeirri skilgreiningu sem lögð er til grundvallar í skýrslunni eru þeir sem búa á heimili þar sem fernt af eftirfarandi á við: 1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum. 2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni. 3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag. 4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. 5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma. 6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki. 7. Hefur ekki efni á þvottavél. 8. Hefur ekki efni á bíl. 9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu. PEPP Ísland er samtök fólks í fátækt. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði til að ræða málin og veita hverju öðru styrk. Mun fleiri konur eru í samtökunum jafnvel þótt jafnt hlutfall kynja sé sárafátækt. „Kannski er erfiðara fyrir karlmenn að viðurkenna fátækt. Það getur verið því karlmannsímyndin er sú að menn séu sterkir og duglegir og sjálfum sér nægir," segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, sem er samhæfingarstjóri PEPP á Íslandi. Félagsskapurinn er fyrir þá sem hafa verið fátækir og eru fátækir nú. „Ef við tökum mig sem dæmi. Ég bjó við fátækt og geri það ekki lengur en það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Það er svo sterkt í minningunni að ég get ekki látið það vera að taka þátt í þessari baráttu," segir Ásta. Á Íslandi hefur því oft verið fleygt fram að hér sé enginn fátækur, hvað þá að hann búi við sárafátækt. Ásta segir að það sé kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd en margir eigi erfitt með að stíga fram og viðurkenna það. „Við ölumst upp við það viðhorf að fátækt sé aumingjaskapur. Einhver sem nenni ekki að vinna, í vímuefnaneyslu. Og þar sem við ölumst upp við þetta viðhorf, þá erum við jafnvel sjálf með þetta viðhorf. Þannig að við þurfum ekki síður að takast á við eigin fordóma," segir hún. Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Sjá meira
Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og félagi í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd. Á síðunni 1. maí Ísland á Facebook er verið að hvetja fólk til að mæta í kröfugöngu á morgun og hafa verið birt áhrifamikil myndbönd þar sem fólk lýsir reynslu sinni af fátækt. Í september á síðasta ári birti Hagstofa Íslands skýrslu um sárafátækt á Íslandi. Þar kom fram að árið 2015 mældust 1,3 prósent þjóðarinnar sárafátækt eða fjögur til fimm þúsund Íslendingar. Þeir sem búa við sárafátækt samkvæmt þeirri skilgreiningu sem lögð er til grundvallar í skýrslunni eru þeir sem búa á heimili þar sem fernt af eftirfarandi á við: 1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum. 2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni. 3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag. 4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. 5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma. 6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki. 7. Hefur ekki efni á þvottavél. 8. Hefur ekki efni á bíl. 9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu. PEPP Ísland er samtök fólks í fátækt. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði til að ræða málin og veita hverju öðru styrk. Mun fleiri konur eru í samtökunum jafnvel þótt jafnt hlutfall kynja sé sárafátækt. „Kannski er erfiðara fyrir karlmenn að viðurkenna fátækt. Það getur verið því karlmannsímyndin er sú að menn séu sterkir og duglegir og sjálfum sér nægir," segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, sem er samhæfingarstjóri PEPP á Íslandi. Félagsskapurinn er fyrir þá sem hafa verið fátækir og eru fátækir nú. „Ef við tökum mig sem dæmi. Ég bjó við fátækt og geri það ekki lengur en það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Það er svo sterkt í minningunni að ég get ekki látið það vera að taka þátt í þessari baráttu," segir Ásta. Á Íslandi hefur því oft verið fleygt fram að hér sé enginn fátækur, hvað þá að hann búi við sárafátækt. Ásta segir að það sé kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd en margir eigi erfitt með að stíga fram og viðurkenna það. „Við ölumst upp við það viðhorf að fátækt sé aumingjaskapur. Einhver sem nenni ekki að vinna, í vímuefnaneyslu. Og þar sem við ölumst upp við þetta viðhorf, þá erum við jafnvel sjálf með þetta viðhorf. Þannig að við þurfum ekki síður að takast á við eigin fordóma," segir hún.
Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Sjá meira