Tökumst á við áskoranirnar Einar K. Guðfinnsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Við Gísli Sigurðsson, sem skrifar grein í Fréttablaðið 19. apríl, erum sammála um „að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina“. Það er ágætis byrjun á uppbyggilegri umræðu. Fiskeldi er í stöðugri sókn í heiminum og þar með talið í okkar heimshluta. Því veldur m.a. vaxandi fæðuþörf mannkynsins. Úr eldi kemur nú um það bil helmingur allrar matarframleiðslu í sjó og þar sem ekki eru fyrirsjáanlegar auknar veiðar að neinu marki er það augljóst að vaxtar er þörf í fiskeldi heimsins. Ekki síður vegur þungt að auðlindanotkun og vistspor sjávareldis er mun minna en landeldis.Sjókvíaeldi er í sókn Fiskeldi hefur þróast og mun þróast með mismunandi hætti, eftir aðstæðum. Landeldi gegnir sannarlega mikilvægu hlutverki og þannig verður það líka áfram. Við Íslendingar þekkjum það vel. Höfum stundað landeldi með góðum árangri og erum nú leiðandi í bleikjuframleiðslu í heiminum. Landeldinu eru hins vegar víða takmörk sett. Landrými er ekki endalaust svo dæmi sé tekið og fleira kemur til svo sem vistsporið, orku- og vatnsnotkun, svo dæmi séu nefnd. En sjókvíaeldi er og hefur verið í sókn enda er það augljóslega góð aðferð til þess að framleiða fisk að ala hann í sjó. Fyrir vikið hefur vöxtur í sjókvíaeldi verið langt umfram það sem við þekkjum í landeldinu. Og dæmi eru um að landeldi hafi hreinlega dregist saman af ástæðum sem nefndar voru hér að ofan.Búnaðinum hefur fleygt fram Mikil þróun hefur verið í gerð alls búnaðar til fiskeldis; ekki síst sjókvíaeldis. Búnaðurinn er margfalt öruggari en áður. Umhverfisleg áhrif hafa orðið minni af fiskeldinu fyrir vikið. Hér á landi var tekin um það ákvörðun árið 2004 að loka stórum hluta standlengjunnar fyrir sjókvíaeldi og gengum við Íslendingar lengra að þessu leyti en aðrar þjóðir. Fiskeldisfyrirtækin leggja mikla fjármuni í að þróa búnað til þess að koma í veg fyrir sleppingar á laxi. Lokaðar kvíar eru sannarlega í þróun í þessum tilgangi, en þó ekki síst til að koma í veg fyrir lúsasmit. Unnið er að þróun á annars konar sjókvíum sem hafa sama tilgang. Norðmenn hafa sett hvata inn í sín fiskeldisleyfi fyrir fyrirtæki að þróa slíkar lausnir og er það sannarlega vel. Unnið er að þróun á geldfiski þó framleiðsla hans sé mjög takmörkuð. Íslensku fiskeldisfyrirtækin munu standa að slíkri þróunarvinnu með Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Hólum og leggja verkefninu til fjármuni. Engin ástæða er til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Í þeirri þróunarvinnu eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.Tökumst á við áskoranirnar Fiskeldi á Íslandi er í raun agnarlítið og hefur á undanförnum árum byggst upp afar hægt. Ljóst er að næstu árin mun fiskeldið aukast en vöxturinn verður lítill í magni talið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að gera strangar umhverfiskröfur til fiskeldisstarfsemi okkar og eftir því hafa fiskeldisfyrirtækin kallað. Eðlilegt er að samhliða vaxandi fiskeldi fari fram virk vöktun, til þess að tryggja að fiskur sem kann að sleppa úr sjókvíum leiti ekki upp í laxveiðiárnar. Sú leið er fyrir hendi og á Íslandi hefur verið þróaður búnaður í þessu skyni. Fiskeldisfyrirtækin hafa lýst sig reiðubúin að koma að fjármögnun slíkrar vöktunar. Atvinnugreinar í vexti mæta sífellt áskorunum. Það á líka við um fiskeldið. Við eigum aldrei að gefast upp fyrir slíkum áskorunum enda verður þá aldrei nein framþróun. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir, mæta þeim og finna lausnirnar. Það er og verður viðfangsefni fiskeldisgreinarinnar í samvinnu við vísindasamfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við Gísli Sigurðsson, sem skrifar grein í Fréttablaðið 19. apríl, erum sammála um „að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina“. Það er ágætis byrjun á uppbyggilegri umræðu. Fiskeldi er í stöðugri sókn í heiminum og þar með talið í okkar heimshluta. Því veldur m.a. vaxandi fæðuþörf mannkynsins. Úr eldi kemur nú um það bil helmingur allrar matarframleiðslu í sjó og þar sem ekki eru fyrirsjáanlegar auknar veiðar að neinu marki er það augljóst að vaxtar er þörf í fiskeldi heimsins. Ekki síður vegur þungt að auðlindanotkun og vistspor sjávareldis er mun minna en landeldis.Sjókvíaeldi er í sókn Fiskeldi hefur þróast og mun þróast með mismunandi hætti, eftir aðstæðum. Landeldi gegnir sannarlega mikilvægu hlutverki og þannig verður það líka áfram. Við Íslendingar þekkjum það vel. Höfum stundað landeldi með góðum árangri og erum nú leiðandi í bleikjuframleiðslu í heiminum. Landeldinu eru hins vegar víða takmörk sett. Landrými er ekki endalaust svo dæmi sé tekið og fleira kemur til svo sem vistsporið, orku- og vatnsnotkun, svo dæmi séu nefnd. En sjókvíaeldi er og hefur verið í sókn enda er það augljóslega góð aðferð til þess að framleiða fisk að ala hann í sjó. Fyrir vikið hefur vöxtur í sjókvíaeldi verið langt umfram það sem við þekkjum í landeldinu. Og dæmi eru um að landeldi hafi hreinlega dregist saman af ástæðum sem nefndar voru hér að ofan.Búnaðinum hefur fleygt fram Mikil þróun hefur verið í gerð alls búnaðar til fiskeldis; ekki síst sjókvíaeldis. Búnaðurinn er margfalt öruggari en áður. Umhverfisleg áhrif hafa orðið minni af fiskeldinu fyrir vikið. Hér á landi var tekin um það ákvörðun árið 2004 að loka stórum hluta standlengjunnar fyrir sjókvíaeldi og gengum við Íslendingar lengra að þessu leyti en aðrar þjóðir. Fiskeldisfyrirtækin leggja mikla fjármuni í að þróa búnað til þess að koma í veg fyrir sleppingar á laxi. Lokaðar kvíar eru sannarlega í þróun í þessum tilgangi, en þó ekki síst til að koma í veg fyrir lúsasmit. Unnið er að þróun á annars konar sjókvíum sem hafa sama tilgang. Norðmenn hafa sett hvata inn í sín fiskeldisleyfi fyrir fyrirtæki að þróa slíkar lausnir og er það sannarlega vel. Unnið er að þróun á geldfiski þó framleiðsla hans sé mjög takmörkuð. Íslensku fiskeldisfyrirtækin munu standa að slíkri þróunarvinnu með Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Hólum og leggja verkefninu til fjármuni. Engin ástæða er til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Í þeirri þróunarvinnu eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.Tökumst á við áskoranirnar Fiskeldi á Íslandi er í raun agnarlítið og hefur á undanförnum árum byggst upp afar hægt. Ljóst er að næstu árin mun fiskeldið aukast en vöxturinn verður lítill í magni talið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að gera strangar umhverfiskröfur til fiskeldisstarfsemi okkar og eftir því hafa fiskeldisfyrirtækin kallað. Eðlilegt er að samhliða vaxandi fiskeldi fari fram virk vöktun, til þess að tryggja að fiskur sem kann að sleppa úr sjókvíum leiti ekki upp í laxveiðiárnar. Sú leið er fyrir hendi og á Íslandi hefur verið þróaður búnaður í þessu skyni. Fiskeldisfyrirtækin hafa lýst sig reiðubúin að koma að fjármögnun slíkrar vöktunar. Atvinnugreinar í vexti mæta sífellt áskorunum. Það á líka við um fiskeldið. Við eigum aldrei að gefast upp fyrir slíkum áskorunum enda verður þá aldrei nein framþróun. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir, mæta þeim og finna lausnirnar. Það er og verður viðfangsefni fiskeldisgreinarinnar í samvinnu við vísindasamfélagið.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun