
Tökumst á við áskoranirnar
Fiskeldi er í stöðugri sókn í heiminum og þar með talið í okkar heimshluta. Því veldur m.a. vaxandi fæðuþörf mannkynsins. Úr eldi kemur nú um það bil helmingur allrar matarframleiðslu í sjó og þar sem ekki eru fyrirsjáanlegar auknar veiðar að neinu marki er það augljóst að vaxtar er þörf í fiskeldi heimsins. Ekki síður vegur þungt að auðlindanotkun og vistspor sjávareldis er mun minna en landeldis.
Sjókvíaeldi er í sókn
Fiskeldi hefur þróast og mun þróast með mismunandi hætti, eftir aðstæðum. Landeldi gegnir sannarlega mikilvægu hlutverki og þannig verður það líka áfram. Við Íslendingar þekkjum það vel. Höfum stundað landeldi með góðum árangri og erum nú leiðandi í bleikjuframleiðslu í heiminum. Landeldinu eru hins vegar víða takmörk sett. Landrými er ekki endalaust svo dæmi sé tekið og fleira kemur til svo sem vistsporið, orku- og vatnsnotkun, svo dæmi séu nefnd.
En sjókvíaeldi er og hefur verið í sókn enda er það augljóslega góð aðferð til þess að framleiða fisk að ala hann í sjó. Fyrir vikið hefur vöxtur í sjókvíaeldi verið langt umfram það sem við þekkjum í landeldinu. Og dæmi eru um að landeldi hafi hreinlega dregist saman af ástæðum sem nefndar voru hér að ofan.
Búnaðinum hefur fleygt fram
Mikil þróun hefur verið í gerð alls búnaðar til fiskeldis; ekki síst sjókvíaeldis. Búnaðurinn er margfalt öruggari en áður. Umhverfisleg áhrif hafa orðið minni af fiskeldinu fyrir vikið. Hér á landi var tekin um það ákvörðun árið 2004 að loka stórum hluta standlengjunnar fyrir sjókvíaeldi og gengum við Íslendingar lengra að þessu leyti en aðrar þjóðir.
Fiskeldisfyrirtækin leggja mikla fjármuni í að þróa búnað til þess að koma í veg fyrir sleppingar á laxi. Lokaðar kvíar eru sannarlega í þróun í þessum tilgangi, en þó ekki síst til að koma í veg fyrir lúsasmit. Unnið er að þróun á annars konar sjókvíum sem hafa sama tilgang. Norðmenn hafa sett hvata inn í sín fiskeldisleyfi fyrir fyrirtæki að þróa slíkar lausnir og er það sannarlega vel. Unnið er að þróun á geldfiski þó framleiðsla hans sé mjög takmörkuð. Íslensku fiskeldisfyrirtækin munu standa að slíkri þróunarvinnu með Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Hólum og leggja verkefninu til fjármuni.
Engin ástæða er til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Í þeirri þróunarvinnu eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.
Tökumst á við áskoranirnar
Fiskeldi á Íslandi er í raun agnarlítið og hefur á undanförnum árum byggst upp afar hægt. Ljóst er að næstu árin mun fiskeldið aukast en vöxturinn verður lítill í magni talið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að gera strangar umhverfiskröfur til fiskeldisstarfsemi okkar og eftir því hafa fiskeldisfyrirtækin kallað. Eðlilegt er að samhliða vaxandi fiskeldi fari fram virk vöktun, til þess að tryggja að fiskur sem kann að sleppa úr sjókvíum leiti ekki upp í laxveiðiárnar. Sú leið er fyrir hendi og á Íslandi hefur verið þróaður búnaður í þessu skyni. Fiskeldisfyrirtækin hafa lýst sig reiðubúin að koma að fjármögnun slíkrar vöktunar.
Atvinnugreinar í vexti mæta sífellt áskorunum. Það á líka við um fiskeldið. Við eigum aldrei að gefast upp fyrir slíkum áskorunum enda verður þá aldrei nein framþróun. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir, mæta þeim og finna lausnirnar. Það er og verður viðfangsefni fiskeldisgreinarinnar í samvinnu við vísindasamfélagið.
Skoðun

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar