Frumsýningardagur Frozen 2 gerður opinber Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2017 08:53 Systurnar Elsa og Anna snúa aftur árið 2019. Biðin er á enda og við tekur önnur. Disney hefur loks tilkynnt um frumsýningardag Frozen 2, framhaldsmyndar Frozen. Systurnar Elsa og Anna og félagar þeirra munu snúa aftur þann 27. nóvember 2019. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Disney Animation þar sem sjá má stutt myndskeið með snjókarlinum Ólafi. Disney greindi frá því fyrir um tveimur árum að framhaldsmynd væri í pípunum. Frozen varð gríðarlega vinsæl og halaði inn 1,3 milljarða Bandaríkjadala í kvikmyndahúsum. Myndin vann Óskarsverðlaun fyrir bestu teiknuðu/tölvugerðu mynd og fyrir besta frumsamda lag – Let It Go!Enn hefur ekkert verið gefið upp um söguþráð framhaldsmyndarinnar, en Peter Del Vecho, framleiðandi myndarinnar, hefur sagt að framhaldsmyndin muni breyta skilningi áhorfenda á fyrstu myndinni. Staðfest er að þau Idina Menzel, Kristen Bell og Josh Gad munu aftur ljá Elsu, Önnu og Ólafi raddir sínar. Þá er spurning hvort sömu íslensku leikarar tali inn á seinni myndina en það voru þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Bergur Ingólfsson.Frozen 2 is coming to theaters November 27, 2019! pic.twitter.com/iW4JR2RSfm— Disney Animation (@DisneyAnimation) April 25, 2017 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Star Wars IX og ný Indiana Jones komnar með útgáfudaga Níunda myndin úr söguheimi George Lucas verður sýnd í maí 2019. 25. apríl 2017 20:30 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Biðin er á enda og við tekur önnur. Disney hefur loks tilkynnt um frumsýningardag Frozen 2, framhaldsmyndar Frozen. Systurnar Elsa og Anna og félagar þeirra munu snúa aftur þann 27. nóvember 2019. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Disney Animation þar sem sjá má stutt myndskeið með snjókarlinum Ólafi. Disney greindi frá því fyrir um tveimur árum að framhaldsmynd væri í pípunum. Frozen varð gríðarlega vinsæl og halaði inn 1,3 milljarða Bandaríkjadala í kvikmyndahúsum. Myndin vann Óskarsverðlaun fyrir bestu teiknuðu/tölvugerðu mynd og fyrir besta frumsamda lag – Let It Go!Enn hefur ekkert verið gefið upp um söguþráð framhaldsmyndarinnar, en Peter Del Vecho, framleiðandi myndarinnar, hefur sagt að framhaldsmyndin muni breyta skilningi áhorfenda á fyrstu myndinni. Staðfest er að þau Idina Menzel, Kristen Bell og Josh Gad munu aftur ljá Elsu, Önnu og Ólafi raddir sínar. Þá er spurning hvort sömu íslensku leikarar tali inn á seinni myndina en það voru þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Bergur Ingólfsson.Frozen 2 is coming to theaters November 27, 2019! pic.twitter.com/iW4JR2RSfm— Disney Animation (@DisneyAnimation) April 25, 2017
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Star Wars IX og ný Indiana Jones komnar með útgáfudaga Níunda myndin úr söguheimi George Lucas verður sýnd í maí 2019. 25. apríl 2017 20:30 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Star Wars IX og ný Indiana Jones komnar með útgáfudaga Níunda myndin úr söguheimi George Lucas verður sýnd í maí 2019. 25. apríl 2017 20:30