Ætla að herða þvinganir og auka pressuna á Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2017 21:53 Þingmennirnir voru fluttir með rútum í Hvíta húsið. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump ætlar að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi. Markmiðið er að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir einræðisríkisins. Þetta var tilkynnt eftir fund öldungaþingmanna í Hvíta húsinu í kvöld. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Í tilkynningu frá Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra, og Dan Coats, yfirmanni njósnamála, segir að ógn stafi af Norður-Kóreu. Fyrri aðgerðir hafi ekki náð að stöðva tilraunir ríkisins, sem eru í trássi við alþjóðalög, og að Bandaríkin séu tilbúin til að verja sig og bandamenn sína.Sjá einnig: Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Hins vegar segir að með aðgerðunum vilji Bandaríkin hvetja Norður-Kóreumenn til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur að samningaborðinu.Samkvæmt frétt BBC kemur einnig til greina að setja Norður-Kóreu aftur á lista ríkja sem styðja hryðjuverk.Taka djarfari stöðu Hundrað öldungadeildarþingmenn voru ferjaðir í Hvíta húsið í dag þar sem Trump og aðrir í ríkisstjórn hans kynntu þingmönnunum þá „miklu ógn“ sem stafar af Norður-Kóreu, eins og heimildarmaður Washington Post orðar það. Eftir fundinn lýstu þingmenn gremju sinni yfir því að lítið um smáatriði hver stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu væri. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sem ræddi við WP og óskaði nafnleyndar sagði að í upphafi fundarins hefði komið fram að ríkisstjórnin væri orðin þreytt á ástandinu og ögrunum Norður-Kóreu. Því stæði til að taka djarfari stöðu í málinu. Hann sagði engin svör þó hafa fengist um hvað það þýddi. Það sem hann sagðist hafa tekið frá fundinum, var að ríkisstjórnin hefði mögulega verið að undirbúa þingmennina fyrir að aðstæður gætu breyst á mjög skömmum tíma. Richard Blumenthal, þingmaður Demókrataflokksins, segir lítið sem ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum. Hann lýsti yfir furðu sinni á því að allir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna hefðu verið fluttir í Hvíta húsið fyrir þennan fund. Norður-Kórea Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndum Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump ætlar að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi. Markmiðið er að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir einræðisríkisins. Þetta var tilkynnt eftir fund öldungaþingmanna í Hvíta húsinu í kvöld. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Í tilkynningu frá Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra, og Dan Coats, yfirmanni njósnamála, segir að ógn stafi af Norður-Kóreu. Fyrri aðgerðir hafi ekki náð að stöðva tilraunir ríkisins, sem eru í trássi við alþjóðalög, og að Bandaríkin séu tilbúin til að verja sig og bandamenn sína.Sjá einnig: Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Hins vegar segir að með aðgerðunum vilji Bandaríkin hvetja Norður-Kóreumenn til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur að samningaborðinu.Samkvæmt frétt BBC kemur einnig til greina að setja Norður-Kóreu aftur á lista ríkja sem styðja hryðjuverk.Taka djarfari stöðu Hundrað öldungadeildarþingmenn voru ferjaðir í Hvíta húsið í dag þar sem Trump og aðrir í ríkisstjórn hans kynntu þingmönnunum þá „miklu ógn“ sem stafar af Norður-Kóreu, eins og heimildarmaður Washington Post orðar það. Eftir fundinn lýstu þingmenn gremju sinni yfir því að lítið um smáatriði hver stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu væri. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sem ræddi við WP og óskaði nafnleyndar sagði að í upphafi fundarins hefði komið fram að ríkisstjórnin væri orðin þreytt á ástandinu og ögrunum Norður-Kóreu. Því stæði til að taka djarfari stöðu í málinu. Hann sagði engin svör þó hafa fengist um hvað það þýddi. Það sem hann sagðist hafa tekið frá fundinum, var að ríkisstjórnin hefði mögulega verið að undirbúa þingmennina fyrir að aðstæður gætu breyst á mjög skömmum tíma. Richard Blumenthal, þingmaður Demókrataflokksins, segir lítið sem ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum. Hann lýsti yfir furðu sinni á því að allir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna hefðu verið fluttir í Hvíta húsið fyrir þennan fund.
Norður-Kórea Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndum Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira