Skotmarkið sagt vopn ætluð Hezbollah Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Sprengingin heyrðist um alla Damaskus. Frá því er greint að hún hafi hæft vopn sem átti að smygla til Hezbollah-samtakanna. Nordicphotos/AFP Ísraelsher skaut eldflaugum sem hæfðu herstöð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar í gær. Í frétt Sana segir að eldsneytistankur og vörugeymslur hafi eyðilagst í árásinni. Fjölmiðlar á bandi sýrlenskra uppreisnarmanna segja hins vegar að skotmarkið hafi verið vopnabúr ætlað hinum líbönsku Hezbollah-samtökum. Syrian Observatory for Human Rights, bresk samtök sem fylgjast með stríðinu í Sýrlandi, greindu frá því í gær að sprengingin hefði heyrst um alla Damaskus. Þá greindi Sana frá því að eldflaugarnar hefðu verið fleiri en ein. Ríkismiðillinn Al-Mayadeen greindi frá því að eldflaugunum hafi verið skotið úr ísraelskum þotum sem flugu yfir Gólanhæðum. Hernaðararmur Hezbollah-samtakanna var settur á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök árið 2013. Hezbollah-samtökin hafa barist við hlið sýrlenska hersins í borgarastríðinu frá árinu 2013 en styrjöldin sjálf hófst tveimur árum fyrr. Ísraelar líta á Hezbollah, og helstu bandamenn þeirra í Íran, sem mestu ógnina við tilvist ríkis síns. Háðu Ísraelar til að mynda stríð við Hezbollah í Líbanon árið 2006 sem endaði með því að báðir aðilar lýstu yfir sigri. „Ég get staðfest að atvikið í Sýrlandi samræmist fullkomlega stefnu Íraels um að koma í veg fyrir að Íranar smygli þróuðum vopnum í gegnum Sýrland og til Hezbollah. Skiljanlega vil ég ekki tjá mig frekar um þetta,“ sagði upplýsingamálaráðherra Ísraels, Israel Katz, í samtali við Israeli Army Radio í gær. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hvenær sem við fáum upplýsingar um að það standi til að smygla vopnum til Hezbollah-samtakanna muni Ísraelsher grípa til aðgerða,“ sagði Katz enn fremur en lýsti þó ekki formlega yfir ábyrgð Ísraela á árásinni. Ísraelski herinn hefur jafnframt neitað að tjá sig um árásina að öðru leyti en því að um hundrað eldflaugar, ætlaðar Hezbollah-samtökunum, hafi eyðilagst. Talið er að Ísraelar hafi áður varpað sprengjum á vopn sem til stóð að afhenda Hezbollah-samtökunum. Þeir hafi stundað það frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Ísraelsher skaut eldflaugum sem hæfðu herstöð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar í gær. Í frétt Sana segir að eldsneytistankur og vörugeymslur hafi eyðilagst í árásinni. Fjölmiðlar á bandi sýrlenskra uppreisnarmanna segja hins vegar að skotmarkið hafi verið vopnabúr ætlað hinum líbönsku Hezbollah-samtökum. Syrian Observatory for Human Rights, bresk samtök sem fylgjast með stríðinu í Sýrlandi, greindu frá því í gær að sprengingin hefði heyrst um alla Damaskus. Þá greindi Sana frá því að eldflaugarnar hefðu verið fleiri en ein. Ríkismiðillinn Al-Mayadeen greindi frá því að eldflaugunum hafi verið skotið úr ísraelskum þotum sem flugu yfir Gólanhæðum. Hernaðararmur Hezbollah-samtakanna var settur á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök árið 2013. Hezbollah-samtökin hafa barist við hlið sýrlenska hersins í borgarastríðinu frá árinu 2013 en styrjöldin sjálf hófst tveimur árum fyrr. Ísraelar líta á Hezbollah, og helstu bandamenn þeirra í Íran, sem mestu ógnina við tilvist ríkis síns. Háðu Ísraelar til að mynda stríð við Hezbollah í Líbanon árið 2006 sem endaði með því að báðir aðilar lýstu yfir sigri. „Ég get staðfest að atvikið í Sýrlandi samræmist fullkomlega stefnu Íraels um að koma í veg fyrir að Íranar smygli þróuðum vopnum í gegnum Sýrland og til Hezbollah. Skiljanlega vil ég ekki tjá mig frekar um þetta,“ sagði upplýsingamálaráðherra Ísraels, Israel Katz, í samtali við Israeli Army Radio í gær. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hvenær sem við fáum upplýsingar um að það standi til að smygla vopnum til Hezbollah-samtakanna muni Ísraelsher grípa til aðgerða,“ sagði Katz enn fremur en lýsti þó ekki formlega yfir ábyrgð Ísraela á árásinni. Ísraelski herinn hefur jafnframt neitað að tjá sig um árásina að öðru leyti en því að um hundrað eldflaugar, ætlaðar Hezbollah-samtökunum, hafi eyðilagst. Talið er að Ísraelar hafi áður varpað sprengjum á vopn sem til stóð að afhenda Hezbollah-samtökunum. Þeir hafi stundað það frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira