Íslenski boltinn

Heimir: Verður jafnt mót og erfitt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
FH verður Íslandsmeistari þriðja árið í röð ef marka má spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara sem birt var á árlegum kynningarfundi Pepsi-deildarinnar í dag.

Heimir Guðjónsson segir að spáin hafi ekki komið á óvart og að það sé gott að það séu kröfur gerð á lið hans, FH.

„Ég held að menn átti sig á því að það er pressa í Hafnarfirði. Það er jákvætt, menn vilja gera vel og standa sig vel. Stuðningsmennirnir og fólkið í kringum liðið gerir kröfur og það er gott,“ sagði Heimir eftir að spáin var kunngjörð í hádeginu í dag.

FH varð Íslandsmeistari í fyrra með talsverðum yfirburðum en Heimir reiknar með að tímabilið í ár verði erfiðara.

„Miðað við undirbúningstímabilið þá þarf FH að gera töluvert betur. Það eru fleiri lið um hituna í ár. KR, Valur, Stjarnan og Breiðablik hafa litið mjög vel út á undirbúningstímabilinu og KA og Víkingar sömuleiðis,“ segir Heimir.

„Ég held að þetta verði jafnt mót og erfitt.“


Tengdar fréttir

Spá því að FH verji titilinn

Hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild karla var birt á kynningarfundi deildarinnar í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×