Tala niður til barna Gunnlaugur Stefánsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Það er skrýtin árátta í sumum fjölmiðlum að tala niður til fermingarbarna, efast um heilindi barnanna, gefa í skyn að þau fermist fyrir gjafirnar og veislan sé óþarfa tilstand. Svo er lagst í útreikninga og fermingin metin til fjár, eins og fréttastofa Ríkisútvarpsins gerði. Minna fer fyrir fallegum minningum í fjölmiðlum sem flestir eiga um fermingu sína. Langtum fremur er frægðarfólki hampað sem telur sér til vegsauka að gera lítið úr fermingunni. Þrátt fyrir andróðurinn, þá vilja langflest börn fermast og þeim fjölgar í vor sem velja að gera það í Þjóðkirkjunni. Er viðeigandi að fjölmiðlar spyrji fólk í aðdraganda stórafmælis hvort veislan sé fyrir gjafirnar og hvað afmælið kosti? Fermingin í kirkjunni er rótfastur siður í þjóðlífinu og hefur staðist tímans tönn. Fermingarfræðslan var fyrsti skólinn fyrir öll börnin í landinu og er því samofin menningu þjóðarinnar. Þau sem gera lítið úr fermingunni mættu kynna sér þá sögu. Ég hef fermt börn í rúmlega 30 ár. Það hefur verið gefandi samstarf. Í fermingarfræðslunni er grunnstefið kristinn kærleikur. Þar ræðum við um lífið og tilveruna, m.a. hamingju og ábyrgð, trú og efa, sorg og mótlæti,- og margt sem ekki er á dagskrá í grunnskólanum og eigum um það traust samstarf með foreldrum. Fermingardagur er falleg tímamót og sannkölluð hátíð. Heilagur dagur barns sem er að verða unglingur. Skilaboð foreldra og ástvina eru tær í einlægri fyrirbæn: „Ég elska þig“ sem helgar von um trausta samfylgd með minnisstæðum hætti í hörðum heimi. Veislan, sem hefst í raun við altarið í kirkjunni, er samfögnuður þar sem þessi skilaboð eru í fyrirrúmi og fermingarbarnið finnur innilega að það skiptir máli. Gjafirnar bera vitni um tímamótin þar sem þarfir barnsins eru að breytast og börnin fá hvort sem þau fermast eða ekki. Það sýnir reynslan. Ekki er stórmannlegt að gera lítið úr börnum sem fermast. Nær er að fagna og leggja alúð við traustan sið sem blómgast í trú, von og kærleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er skrýtin árátta í sumum fjölmiðlum að tala niður til fermingarbarna, efast um heilindi barnanna, gefa í skyn að þau fermist fyrir gjafirnar og veislan sé óþarfa tilstand. Svo er lagst í útreikninga og fermingin metin til fjár, eins og fréttastofa Ríkisútvarpsins gerði. Minna fer fyrir fallegum minningum í fjölmiðlum sem flestir eiga um fermingu sína. Langtum fremur er frægðarfólki hampað sem telur sér til vegsauka að gera lítið úr fermingunni. Þrátt fyrir andróðurinn, þá vilja langflest börn fermast og þeim fjölgar í vor sem velja að gera það í Þjóðkirkjunni. Er viðeigandi að fjölmiðlar spyrji fólk í aðdraganda stórafmælis hvort veislan sé fyrir gjafirnar og hvað afmælið kosti? Fermingin í kirkjunni er rótfastur siður í þjóðlífinu og hefur staðist tímans tönn. Fermingarfræðslan var fyrsti skólinn fyrir öll börnin í landinu og er því samofin menningu þjóðarinnar. Þau sem gera lítið úr fermingunni mættu kynna sér þá sögu. Ég hef fermt börn í rúmlega 30 ár. Það hefur verið gefandi samstarf. Í fermingarfræðslunni er grunnstefið kristinn kærleikur. Þar ræðum við um lífið og tilveruna, m.a. hamingju og ábyrgð, trú og efa, sorg og mótlæti,- og margt sem ekki er á dagskrá í grunnskólanum og eigum um það traust samstarf með foreldrum. Fermingardagur er falleg tímamót og sannkölluð hátíð. Heilagur dagur barns sem er að verða unglingur. Skilaboð foreldra og ástvina eru tær í einlægri fyrirbæn: „Ég elska þig“ sem helgar von um trausta samfylgd með minnisstæðum hætti í hörðum heimi. Veislan, sem hefst í raun við altarið í kirkjunni, er samfögnuður þar sem þessi skilaboð eru í fyrirrúmi og fermingarbarnið finnur innilega að það skiptir máli. Gjafirnar bera vitni um tímamótin þar sem þarfir barnsins eru að breytast og börnin fá hvort sem þau fermast eða ekki. Það sýnir reynslan. Ekki er stórmannlegt að gera lítið úr börnum sem fermast. Nær er að fagna og leggja alúð við traustan sið sem blómgast í trú, von og kærleika.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun