Innlent

Glöddu börnin á Barnaspítala Hringsins með páskaeggjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slökkviliðsmennirnir voru að sjálfsögðu klæddir í gallana sína og með hjálm á höfði.
Slökkviliðsmennirnir voru að sjálfsögðu klæddir í gallana sína og með hjálm á höfði. Vísir/Vilhelm
Slökkvliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu brugðu sér í heimsókn á Barnaspítala Hringsins í gær og glöddu börnin sem þar dvelja. Ekki spillti fyrir að slökkviliðsmennirnir tóku með sér páskaegg sem þeir afhentu börnunum sem kunnu vel að meta heimsóknina sem og gjöfina.

„Okkur fannst tilvalið að fara á barnaspítalan og gefa krökkunum sem eru inniliggjandi páskaegg, sem við gerðum svo og vakti það mikla lukku,“ segir Ari Jóhannes Hauksson, slökkviliðsmaður.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á svæðinu og náði þessum skemmtilegu myndum af uppákomunni.

 

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×