Danir reyna að verjast trukkaárásum með steinsteyptum tálmum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2017 13:00 Miðbær Kaupmannahafnar. vísir/getty Danir hafa stillt upp steinsteyptum tálmum víða um miðborg Danmerkur en tilgangurinn með þeim er að vernda gangandi vegfarendur fyrir hryðjuverkamönnum sem nota stór ökutæki sem drápstæki. Niðurstöður árekstrarprófana hafa þó valdið vonbrigðum. Samkvæmt Jyllands Posten hefur mönnum nú orðið ljóst að tálmarnir veita ekki þá vernd sem þeim er ætlað. Fjórir létust í árás í Stokkhólmi síðustu helgi.vísir/getty39 ára gamall Úsbeki er grunaður um að hafa orðið fjórum að bana með því að hafa ekið vörubifreið inn í mannþvögu á Dronninggatan, stærstu verslunargötu Stokkhólms um síðustu helgi. Þá létust fimm manns í Lundúnum í síðasta mánuði er sama aðferð var notuð á Westminster-brúnni nálægt þinghúsinu. Í desember síðastliðnum ók maður vörubíl á jólamarkað í Berlín og varð tólf manns að bana. 86 létu lífið í Nice síðasta sumar þegar hryðjuverkamaður ók nítján tonna vöruflutningabíl á vegfarendur á Promenade des Anglais, vinsælli göngugötu meðfram ströndinni. Í árekstrarprófununum var tíu tonna vörubifreið ekið á 50 kílómetra hraða á 2,4 tonna þunga tálma. Kom í ljós að þeir færðust að minnsta kosti 25 metra úr stað við áreksturinn. „Ekkert – ekki einu sinni steinsteyptir tálmar á götum úti – getur hindrað óðan mann í að keyra bíl upp á gangstéttir í Kaupmannahöfn,“ sagði Peter Dahl, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn í samtali við Jyllands Posten.Steinsteyptum tálmum komið fyrir á jólamarkaðnum við Breitscheidplatz torg í Berlín er hann var opnaður á ný eftir árásina þann 22. desember.vísir/gettySteinsteypta tálma, á borð við þá sem komið hefur verið fyrir í auknum mæli í Kaupmannahöfn, má víða finna þar sem öryggisgæsla er mikil. Til að mynda er verðbréfahöllin í New York afgirt með massífum tálmum og stæðilega tálma er einnig að finna við þinghúsið í Lundúnum. Árásin á jólamarkaðinn í Berlín í desember síðastliðnum varð til þess að Bretar hrundu af stað áætlun til þess að koma í veg fyrir mannfall ef sambærilega árás bæri að garði. Steinsteyptum tálmum var komið fyrir víða á mannmörgum stöðum, til dæmis á jólamörkuðum í stórum borgum á Bretlandseyjum. Fulltrúi almannaöryggissviðs í Bretlandi fullyrti í samtali við BBC í desember síðastliðnum, eftir árásina í Berlín, að aðgerðir Breta gerðu það að verkum að Bretland væri umtalsvert betur í stakk búið til þess að verjast vörubifreiðaárásum en önnur ríki Evrópu. Aðeins þremur mánuðum síðar var árás gerð við þinghúsið í Lundúnum af ökumanni á vörubifreið. Bifreið ökumannsins stöðvaðist eftir að hann hafði ekið á grindverk umhverfis þinghúsið og hraðaði hann sér þá út úr bílnum og réðst á lögregluþjón með hníf. Eftir árásina við Westminster var steyptum tálmum meðal annars komið fyrir umhverfis Buckingham-höll.Á myndbandinu hér að neðan má sjá árekstrarprófanirnar en þær voru framkvæmdar af þýska fyrirtækinu MDR Umschau. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Danir hafa stillt upp steinsteyptum tálmum víða um miðborg Danmerkur en tilgangurinn með þeim er að vernda gangandi vegfarendur fyrir hryðjuverkamönnum sem nota stór ökutæki sem drápstæki. Niðurstöður árekstrarprófana hafa þó valdið vonbrigðum. Samkvæmt Jyllands Posten hefur mönnum nú orðið ljóst að tálmarnir veita ekki þá vernd sem þeim er ætlað. Fjórir létust í árás í Stokkhólmi síðustu helgi.vísir/getty39 ára gamall Úsbeki er grunaður um að hafa orðið fjórum að bana með því að hafa ekið vörubifreið inn í mannþvögu á Dronninggatan, stærstu verslunargötu Stokkhólms um síðustu helgi. Þá létust fimm manns í Lundúnum í síðasta mánuði er sama aðferð var notuð á Westminster-brúnni nálægt þinghúsinu. Í desember síðastliðnum ók maður vörubíl á jólamarkað í Berlín og varð tólf manns að bana. 86 létu lífið í Nice síðasta sumar þegar hryðjuverkamaður ók nítján tonna vöruflutningabíl á vegfarendur á Promenade des Anglais, vinsælli göngugötu meðfram ströndinni. Í árekstrarprófununum var tíu tonna vörubifreið ekið á 50 kílómetra hraða á 2,4 tonna þunga tálma. Kom í ljós að þeir færðust að minnsta kosti 25 metra úr stað við áreksturinn. „Ekkert – ekki einu sinni steinsteyptir tálmar á götum úti – getur hindrað óðan mann í að keyra bíl upp á gangstéttir í Kaupmannahöfn,“ sagði Peter Dahl, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn í samtali við Jyllands Posten.Steinsteyptum tálmum komið fyrir á jólamarkaðnum við Breitscheidplatz torg í Berlín er hann var opnaður á ný eftir árásina þann 22. desember.vísir/gettySteinsteypta tálma, á borð við þá sem komið hefur verið fyrir í auknum mæli í Kaupmannahöfn, má víða finna þar sem öryggisgæsla er mikil. Til að mynda er verðbréfahöllin í New York afgirt með massífum tálmum og stæðilega tálma er einnig að finna við þinghúsið í Lundúnum. Árásin á jólamarkaðinn í Berlín í desember síðastliðnum varð til þess að Bretar hrundu af stað áætlun til þess að koma í veg fyrir mannfall ef sambærilega árás bæri að garði. Steinsteyptum tálmum var komið fyrir víða á mannmörgum stöðum, til dæmis á jólamörkuðum í stórum borgum á Bretlandseyjum. Fulltrúi almannaöryggissviðs í Bretlandi fullyrti í samtali við BBC í desember síðastliðnum, eftir árásina í Berlín, að aðgerðir Breta gerðu það að verkum að Bretland væri umtalsvert betur í stakk búið til þess að verjast vörubifreiðaárásum en önnur ríki Evrópu. Aðeins þremur mánuðum síðar var árás gerð við þinghúsið í Lundúnum af ökumanni á vörubifreið. Bifreið ökumannsins stöðvaðist eftir að hann hafði ekið á grindverk umhverfis þinghúsið og hraðaði hann sér þá út úr bílnum og réðst á lögregluþjón með hníf. Eftir árásina við Westminster var steyptum tálmum meðal annars komið fyrir umhverfis Buckingham-höll.Á myndbandinu hér að neðan má sjá árekstrarprófanirnar en þær voru framkvæmdar af þýska fyrirtækinu MDR Umschau.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29
Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59
Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00