Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2017 12:00 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, veifar mannfjöldanum sem safnaðist saman á hátíðahöldum í Pyongyang, höfuðborg landsin. Vísir/AFP Yfirvöld Norður-Kóreu hafa varað Bandaríkjamenn við því að hefja hernaðaraðgerðir á svæðinu og segjast „tilbúin til þess að svara fyrir sig með kjarnorkuárásum.“ BBC greinir frá. Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, í dag. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Fjölmiðlar hafa undanfarið flutt fregnir af yfirvofandi kjarnorkuvopnatilraunum yfirvalda í Norður-Kóreu.Hátíðahöldin sýndu fram á mikilvægi kjarnorkuáætlunar Eins og gert hafði verið ráð fyrir voru hátíðahöldin í formi mikilfenglegrar hersýningar en á meðal gripanna sem yfirvöld höfðu þar til sýnis var ný langdræg eldflaug, sem kemst á milli heimsálfa (intercontinental ballistic missile, ICBM).Í frétt The Guardian kemur fram að í skrúðgöngunni hafi verið töluverður fjöldi þessara eldflauga af gerðinni KN-08 og KN-14. Prófanir á eldflaugunum hafa enn ekki farið fram en sérfræðingar segja að þær gætu mögulega náð til Bandaríkjanna, yrði þeim skotið á loft. Að auki sýndu norður-kóresk yfirvöld Pukkuksong-eldflaugar, sem skotið er af kafbátapöllum (submarine-launched ballistic missiles, SLBM), en þær hafa drægni upp á allt að um þúsund kílómetra. Þá segir fréttastofa BBC enn fremur að hersýningin í Pyongang sýni svart á hvítu hversu mikilvæg kjarnorkuáætlun ríkisins er í tengslum við framtíðarmarkmið þess á heimsvísu. Norður-kóresk yfirvöld hafa hingað til hunsað þrýsting frá yfirvöldum Bandaríkjanna um að hverfa frá þróun kjarnavopna. „Við erum tilbúin til að svara stríði með stríði,“ sagði Choe Ryong-hae, sem talinn er vera næstur í valdaröðinni á eftir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. „Við erum tilbúin til þess að svara fyrir okkur með kjarnorkuárásum, með okkar eigin sniði, á móti hvers konar kjarnorkuárásum,“ bætti hann við.Yfirvöld Norður-Kóreu gerðu mikið úr vopnabúri sínu á Degi sólarinnar.Vísir/afpEldfimt ástand Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði á föstudag að „átök gætu brotist út hvenær sem er,“ og bætti við að ef stríð brytist út stæði enginn uppi sem sigurvegari. Þá vekur athygli að kínversk yfirvöld höfðu ekki fulltrúa á sínum snærum á hátíðahöldunum í Pyongyang, ólíkt því sem tíðkast hefur á síðari árum. Skipum Bandaríkjahers var siglt að Kóreuskaga fyrr í mánuðinum en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkin séu tilbúin til að bregðast einhliða við ógninni frá Norður-Kóreu. Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa varað Bandaríkjamenn við því að hefja hernaðaraðgerðir á svæðinu og segjast „tilbúin til þess að svara fyrir sig með kjarnorkuárásum.“ BBC greinir frá. Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, í dag. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Fjölmiðlar hafa undanfarið flutt fregnir af yfirvofandi kjarnorkuvopnatilraunum yfirvalda í Norður-Kóreu.Hátíðahöldin sýndu fram á mikilvægi kjarnorkuáætlunar Eins og gert hafði verið ráð fyrir voru hátíðahöldin í formi mikilfenglegrar hersýningar en á meðal gripanna sem yfirvöld höfðu þar til sýnis var ný langdræg eldflaug, sem kemst á milli heimsálfa (intercontinental ballistic missile, ICBM).Í frétt The Guardian kemur fram að í skrúðgöngunni hafi verið töluverður fjöldi þessara eldflauga af gerðinni KN-08 og KN-14. Prófanir á eldflaugunum hafa enn ekki farið fram en sérfræðingar segja að þær gætu mögulega náð til Bandaríkjanna, yrði þeim skotið á loft. Að auki sýndu norður-kóresk yfirvöld Pukkuksong-eldflaugar, sem skotið er af kafbátapöllum (submarine-launched ballistic missiles, SLBM), en þær hafa drægni upp á allt að um þúsund kílómetra. Þá segir fréttastofa BBC enn fremur að hersýningin í Pyongang sýni svart á hvítu hversu mikilvæg kjarnorkuáætlun ríkisins er í tengslum við framtíðarmarkmið þess á heimsvísu. Norður-kóresk yfirvöld hafa hingað til hunsað þrýsting frá yfirvöldum Bandaríkjanna um að hverfa frá þróun kjarnavopna. „Við erum tilbúin til að svara stríði með stríði,“ sagði Choe Ryong-hae, sem talinn er vera næstur í valdaröðinni á eftir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. „Við erum tilbúin til þess að svara fyrir okkur með kjarnorkuárásum, með okkar eigin sniði, á móti hvers konar kjarnorkuárásum,“ bætti hann við.Yfirvöld Norður-Kóreu gerðu mikið úr vopnabúri sínu á Degi sólarinnar.Vísir/afpEldfimt ástand Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði á föstudag að „átök gætu brotist út hvenær sem er,“ og bætti við að ef stríð brytist út stæði enginn uppi sem sigurvegari. Þá vekur athygli að kínversk yfirvöld höfðu ekki fulltrúa á sínum snærum á hátíðahöldunum í Pyongyang, ólíkt því sem tíðkast hefur á síðari árum. Skipum Bandaríkjahers var siglt að Kóreuskaga fyrr í mánuðinum en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkin séu tilbúin til að bregðast einhliða við ógninni frá Norður-Kóreu.
Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15
Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00