Sterkasta Reykjavíkurskákmótið í 53 ár Svavar Hávarðsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Friðrik Ólafsson lék fyrsta leikinn í skák ofurstórmeistarans Anish Giri og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í fjöltefli í gær. vísir/anton brink Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið sem hefst í dag verður hið sterkasta og fjölmennasta í 53 ára sögu þess. Alls eru um 280 skákmenn skráðir til leiks frá um 45 löndum. Þar af eru 35 stórmeistarar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Um 180 erlendir skákmenn taka þátt í mótinu. Fleiri en nokkru sinni fyrr. Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kanada. Góð þátttaka Færeyinga vekur athygli en þeir eru 12 talsins. Mótshaldarar segja að Reykjavíkurskákmótið sé frekar skákhátíð en skákmót. Efnt er til alls konar sérviðburða meðan mótið fer fram, fjöltefli ofurstórmeistarans, sterkasta þátttakanda í sögu mótsins, Anish Giri, var í gær. En meðal annarra sérviðburða eru fyrirlestrar, hraðskákmót, barnahraðskákmót, spurningakeppni (pub quiz), fótboltamót skákmanna, kotrumót og ferð um gullna hringinn með viðkomu við leiði Bobbys Fischer. Nærri 100 íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu nú og þar á meðal þrír stórmeistarar. Stigahæstur þeirra er Hannes Hlífar Stefánsson, sigursælasti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Það sætir tíðindum að Jóhann Hjartarson tekur nú þátt í mótinu í fyrsta skipti í 21 ár og sá þriðji er Þröstur Þórhallsson. Sjö íslenskar skákkonur taka þátt. Fyrir þeim fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og margfaldur Íslandsmeistari. Alþjóðlegu meistararnir Guðmundur Kjartansson, Bragi og Björn Þorfinnssynir taka þátt og það gerir einnig Vignir Vatnar Stefánsson, okkar efnilegasti skákmaður. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið sem hefst í dag verður hið sterkasta og fjölmennasta í 53 ára sögu þess. Alls eru um 280 skákmenn skráðir til leiks frá um 45 löndum. Þar af eru 35 stórmeistarar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Um 180 erlendir skákmenn taka þátt í mótinu. Fleiri en nokkru sinni fyrr. Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kanada. Góð þátttaka Færeyinga vekur athygli en þeir eru 12 talsins. Mótshaldarar segja að Reykjavíkurskákmótið sé frekar skákhátíð en skákmót. Efnt er til alls konar sérviðburða meðan mótið fer fram, fjöltefli ofurstórmeistarans, sterkasta þátttakanda í sögu mótsins, Anish Giri, var í gær. En meðal annarra sérviðburða eru fyrirlestrar, hraðskákmót, barnahraðskákmót, spurningakeppni (pub quiz), fótboltamót skákmanna, kotrumót og ferð um gullna hringinn með viðkomu við leiði Bobbys Fischer. Nærri 100 íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu nú og þar á meðal þrír stórmeistarar. Stigahæstur þeirra er Hannes Hlífar Stefánsson, sigursælasti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Það sætir tíðindum að Jóhann Hjartarson tekur nú þátt í mótinu í fyrsta skipti í 21 ár og sá þriðji er Þröstur Þórhallsson. Sjö íslenskar skákkonur taka þátt. Fyrir þeim fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og margfaldur Íslandsmeistari. Alþjóðlegu meistararnir Guðmundur Kjartansson, Bragi og Björn Þorfinnssynir taka þátt og það gerir einnig Vignir Vatnar Stefánsson, okkar efnilegasti skákmaður.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira