Æsileg eftirför á eftir ræningja: „Sturlaður maður inni í apótekinu með exi“ Benedikt Bóas skrifar 19. apríl 2017 06:30 Grafík úr Fréttablaðinu „Það kom kona inn í Hagkaup, hágrátandi og mjög hrædd, og bað okkur að hringja strax á lögregluna því það væri sturlaður maður inni í apótekinu með exi,“ segir ungur sjónarvottur að vopnuðu ráni í Apóteki Garðabæjar í gærmorgun. Lögreglan kom á staðinn örskömmu eftir að tilkynningin barst og elti ræningjann í Hafnarfjörð þar sem hann var handtekinn eftir æsilega eftirför. „Þegar ræninginn kom út stökk hann upp í lítinn rauðan bíl og keyrði næstum því eina konu niður á bílaplaninu. Svo brunaði hann upp rampinn hérna og tók stefnuna á Sjálandshverfi þar sem lögreglan hóf eftirför,“ segir sjónarvotturinn. Hann bætir við að ræninginn hafi ekki hulið andlit sitt með neinum hætti. Ræninginn kom mjög æstur inn í apótekið og hafði í hótunum við starfsmenn með exina að vopni. Hann athafnaði sig bak við afgreiðsluborðið í nokkurn tíma og náði að komast út með einhvern ránsfeng. Engir viðskiptavinir voru inni þegar ránið átti sér stað. Starfsmönnum tókst að komast út og kalla eftir aðstoð en þeir fengu áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins á eftir.„Þetta er að verða hættulegur bær. Rán á hverjum degi,“ sagði þessi viðskiptavinur sem kom að lokuðum dyrum Apóteks Garðabæjar.vísir/stefánEftirför lögreglu hófst þegar í stað um Sjálandshverfi þar sem ræninginn fór alltaf styðstu leið í gegnum hringtorg og keyrði þar með á móti umferð. Ók hann eftir Vífilsstaðavegi og Hraunholtsbraut á miklum hraða, stundum vel yfir 100 km/klst. Hann fór svo gamla Álftanesveginn og framhjá Hrafnistu áður en hann ók sem leið lá um Herjólfsgötu. Lögreglan reyndi að stöðva för ræningjans fyrst þegar hann ók af Herjólfsgötu og inn á Hjallabraut með krappri vinstri beygju en tókst ekki. Jók hann hraðann og ók aftan á Mercedes Benz bifreið skammt frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Við það hægðist á honum og króaði lögreglan bílinn af en fimm bílar voru þá komnir á svæðið. Er það mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi þyki að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins en hann keyrði utan í fleiri bifreiðar auk þess að valda skemmdum á gatnamannvirkjum. „Það skapaðist mikil hætta. Það var heppni að ekki skyldi fara verr,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Þetta var eftir að klukkan sló níu og þá er mesta umferðin búin. Ég hefði ekki boðið í þetta ef þetta hefði gerst fyrir níu,“ bætir hann við. Ræninginn var handtekinn, yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Birtist í Fréttablaðinu Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10 Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Sjá meira
„Það kom kona inn í Hagkaup, hágrátandi og mjög hrædd, og bað okkur að hringja strax á lögregluna því það væri sturlaður maður inni í apótekinu með exi,“ segir ungur sjónarvottur að vopnuðu ráni í Apóteki Garðabæjar í gærmorgun. Lögreglan kom á staðinn örskömmu eftir að tilkynningin barst og elti ræningjann í Hafnarfjörð þar sem hann var handtekinn eftir æsilega eftirför. „Þegar ræninginn kom út stökk hann upp í lítinn rauðan bíl og keyrði næstum því eina konu niður á bílaplaninu. Svo brunaði hann upp rampinn hérna og tók stefnuna á Sjálandshverfi þar sem lögreglan hóf eftirför,“ segir sjónarvotturinn. Hann bætir við að ræninginn hafi ekki hulið andlit sitt með neinum hætti. Ræninginn kom mjög æstur inn í apótekið og hafði í hótunum við starfsmenn með exina að vopni. Hann athafnaði sig bak við afgreiðsluborðið í nokkurn tíma og náði að komast út með einhvern ránsfeng. Engir viðskiptavinir voru inni þegar ránið átti sér stað. Starfsmönnum tókst að komast út og kalla eftir aðstoð en þeir fengu áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins á eftir.„Þetta er að verða hættulegur bær. Rán á hverjum degi,“ sagði þessi viðskiptavinur sem kom að lokuðum dyrum Apóteks Garðabæjar.vísir/stefánEftirför lögreglu hófst þegar í stað um Sjálandshverfi þar sem ræninginn fór alltaf styðstu leið í gegnum hringtorg og keyrði þar með á móti umferð. Ók hann eftir Vífilsstaðavegi og Hraunholtsbraut á miklum hraða, stundum vel yfir 100 km/klst. Hann fór svo gamla Álftanesveginn og framhjá Hrafnistu áður en hann ók sem leið lá um Herjólfsgötu. Lögreglan reyndi að stöðva för ræningjans fyrst þegar hann ók af Herjólfsgötu og inn á Hjallabraut með krappri vinstri beygju en tókst ekki. Jók hann hraðann og ók aftan á Mercedes Benz bifreið skammt frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Við það hægðist á honum og króaði lögreglan bílinn af en fimm bílar voru þá komnir á svæðið. Er það mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi þyki að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins en hann keyrði utan í fleiri bifreiðar auk þess að valda skemmdum á gatnamannvirkjum. „Það skapaðist mikil hætta. Það var heppni að ekki skyldi fara verr,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Þetta var eftir að klukkan sló níu og þá er mesta umferðin búin. Ég hefði ekki boðið í þetta ef þetta hefði gerst fyrir níu,“ bætir hann við. Ræninginn var handtekinn, yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10 Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Sjá meira
Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32
Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01
Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10
Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03