Æsileg eftirför á eftir ræningja: „Sturlaður maður inni í apótekinu með exi“ Benedikt Bóas skrifar 19. apríl 2017 06:30 Grafík úr Fréttablaðinu „Það kom kona inn í Hagkaup, hágrátandi og mjög hrædd, og bað okkur að hringja strax á lögregluna því það væri sturlaður maður inni í apótekinu með exi,“ segir ungur sjónarvottur að vopnuðu ráni í Apóteki Garðabæjar í gærmorgun. Lögreglan kom á staðinn örskömmu eftir að tilkynningin barst og elti ræningjann í Hafnarfjörð þar sem hann var handtekinn eftir æsilega eftirför. „Þegar ræninginn kom út stökk hann upp í lítinn rauðan bíl og keyrði næstum því eina konu niður á bílaplaninu. Svo brunaði hann upp rampinn hérna og tók stefnuna á Sjálandshverfi þar sem lögreglan hóf eftirför,“ segir sjónarvotturinn. Hann bætir við að ræninginn hafi ekki hulið andlit sitt með neinum hætti. Ræninginn kom mjög æstur inn í apótekið og hafði í hótunum við starfsmenn með exina að vopni. Hann athafnaði sig bak við afgreiðsluborðið í nokkurn tíma og náði að komast út með einhvern ránsfeng. Engir viðskiptavinir voru inni þegar ránið átti sér stað. Starfsmönnum tókst að komast út og kalla eftir aðstoð en þeir fengu áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins á eftir.„Þetta er að verða hættulegur bær. Rán á hverjum degi,“ sagði þessi viðskiptavinur sem kom að lokuðum dyrum Apóteks Garðabæjar.vísir/stefánEftirför lögreglu hófst þegar í stað um Sjálandshverfi þar sem ræninginn fór alltaf styðstu leið í gegnum hringtorg og keyrði þar með á móti umferð. Ók hann eftir Vífilsstaðavegi og Hraunholtsbraut á miklum hraða, stundum vel yfir 100 km/klst. Hann fór svo gamla Álftanesveginn og framhjá Hrafnistu áður en hann ók sem leið lá um Herjólfsgötu. Lögreglan reyndi að stöðva för ræningjans fyrst þegar hann ók af Herjólfsgötu og inn á Hjallabraut með krappri vinstri beygju en tókst ekki. Jók hann hraðann og ók aftan á Mercedes Benz bifreið skammt frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Við það hægðist á honum og króaði lögreglan bílinn af en fimm bílar voru þá komnir á svæðið. Er það mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi þyki að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins en hann keyrði utan í fleiri bifreiðar auk þess að valda skemmdum á gatnamannvirkjum. „Það skapaðist mikil hætta. Það var heppni að ekki skyldi fara verr,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Þetta var eftir að klukkan sló níu og þá er mesta umferðin búin. Ég hefði ekki boðið í þetta ef þetta hefði gerst fyrir níu,“ bætir hann við. Ræninginn var handtekinn, yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Birtist í Fréttablaðinu Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10 Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
„Það kom kona inn í Hagkaup, hágrátandi og mjög hrædd, og bað okkur að hringja strax á lögregluna því það væri sturlaður maður inni í apótekinu með exi,“ segir ungur sjónarvottur að vopnuðu ráni í Apóteki Garðabæjar í gærmorgun. Lögreglan kom á staðinn örskömmu eftir að tilkynningin barst og elti ræningjann í Hafnarfjörð þar sem hann var handtekinn eftir æsilega eftirför. „Þegar ræninginn kom út stökk hann upp í lítinn rauðan bíl og keyrði næstum því eina konu niður á bílaplaninu. Svo brunaði hann upp rampinn hérna og tók stefnuna á Sjálandshverfi þar sem lögreglan hóf eftirför,“ segir sjónarvotturinn. Hann bætir við að ræninginn hafi ekki hulið andlit sitt með neinum hætti. Ræninginn kom mjög æstur inn í apótekið og hafði í hótunum við starfsmenn með exina að vopni. Hann athafnaði sig bak við afgreiðsluborðið í nokkurn tíma og náði að komast út með einhvern ránsfeng. Engir viðskiptavinir voru inni þegar ránið átti sér stað. Starfsmönnum tókst að komast út og kalla eftir aðstoð en þeir fengu áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins á eftir.„Þetta er að verða hættulegur bær. Rán á hverjum degi,“ sagði þessi viðskiptavinur sem kom að lokuðum dyrum Apóteks Garðabæjar.vísir/stefánEftirför lögreglu hófst þegar í stað um Sjálandshverfi þar sem ræninginn fór alltaf styðstu leið í gegnum hringtorg og keyrði þar með á móti umferð. Ók hann eftir Vífilsstaðavegi og Hraunholtsbraut á miklum hraða, stundum vel yfir 100 km/klst. Hann fór svo gamla Álftanesveginn og framhjá Hrafnistu áður en hann ók sem leið lá um Herjólfsgötu. Lögreglan reyndi að stöðva för ræningjans fyrst þegar hann ók af Herjólfsgötu og inn á Hjallabraut með krappri vinstri beygju en tókst ekki. Jók hann hraðann og ók aftan á Mercedes Benz bifreið skammt frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Við það hægðist á honum og króaði lögreglan bílinn af en fimm bílar voru þá komnir á svæðið. Er það mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi þyki að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins en hann keyrði utan í fleiri bifreiðar auk þess að valda skemmdum á gatnamannvirkjum. „Það skapaðist mikil hætta. Það var heppni að ekki skyldi fara verr,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Þetta var eftir að klukkan sló níu og þá er mesta umferðin búin. Ég hefði ekki boðið í þetta ef þetta hefði gerst fyrir níu,“ bætir hann við. Ræninginn var handtekinn, yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10 Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32
Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01
Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10
Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03