Ósvífin aðför ríkisstjórnarinnar að ferðaþjónustunni Pétur Snæbjörnsson skrifar 19. apríl 2017 12:33 Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja með einu pennastriki um 20 milljarða skattahækkun á ferðaþjónustuna á ári verður ekki túlkuð öðruvísi en sem hrein aðför að greininni í heild. Þessi áform sýna fyrst og fremst fram á algert skilningsleysi viðkomandi á starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu sem stendur í síharðnandi samkeppni á heimsvísu. Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu úr neðra skattþrepi upp í 22,5% er skyndileg risasveifla sem mun hafa neikvæð áhrif á kaup ferðamanna á gistingu, ferðum og þjónustu og þar með á rekstrarmöguleika fyrirtækja í greininni, sérstaklega á landsbyggðinni. Styrking krónunnar hefur ásamt fleiri þáttum þegar valdið því að íslenskir ferðaþjónustuaðilar finna nú þegar fyrir því að erlendar ferðaskrifstofur og aðrir samstarfsaðilar eru farnir að leita á önnur mið. Gistinóttum hefur fækkað og ferðamenn velja frekar styttri ferðir og ódýrari afþreyingu. Þessi hækkun mun ekki hjálpa til að snúa þeirri þróun við. Mun meira aðkallandi verkefni er að koma böndum á skattaundanskot, sem skiptir bæði ferðaþjónustuna í heild og ríkiskassann miklu máli. Hækkun virðisaukaskatts mun miklu fremur auka undanskot í ferðaþjónustu og það mikið, og þó er því miður allt of mikið um slíkt nú þegar. Fyrir okkur sem lengi höfum barist fyrir því að rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar sé þannig úr garði gert að tækifæri og ástæður til undanskota séu sem fæstar er þessi hækkun stórt stökk í ranga átt.Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar rústað Íslensk ferðaþjónusta er ekki eyland sem er aðeins í samkeppni við sjálfa sig um gjaldeyri þeirra ferðamanna sem komnir eru til landsins. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri og mjög virkri samkeppni við aðra áfangastaði í heiminum. Þegar rætt er um samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar hér á landi er átt við það hvernig íslenskri ferðaþjónustu gengur að keppa við önnur lönd um að fá ferðamenn til Íslands. Í umhverfi þar sem verðmunur upp á fáeina þúsundkalla ræður iðulega úrslitum um val á áfangastað er skyndiákvörðun um tugmilljarða hækkun gjalda á ferðaþjónustuna algerlega glórulaus aðför að samkeppnishæfni greinarinnar og mun án nokkurs vafa hafa mjög neikvæð áhrif á uppbyggingu þjónustu og afkomu ferðaþjónustuaðila um allt land mörg ár fram í tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja með einu pennastriki um 20 milljarða skattahækkun á ferðaþjónustuna á ári verður ekki túlkuð öðruvísi en sem hrein aðför að greininni í heild. Þessi áform sýna fyrst og fremst fram á algert skilningsleysi viðkomandi á starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu sem stendur í síharðnandi samkeppni á heimsvísu. Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu úr neðra skattþrepi upp í 22,5% er skyndileg risasveifla sem mun hafa neikvæð áhrif á kaup ferðamanna á gistingu, ferðum og þjónustu og þar með á rekstrarmöguleika fyrirtækja í greininni, sérstaklega á landsbyggðinni. Styrking krónunnar hefur ásamt fleiri þáttum þegar valdið því að íslenskir ferðaþjónustuaðilar finna nú þegar fyrir því að erlendar ferðaskrifstofur og aðrir samstarfsaðilar eru farnir að leita á önnur mið. Gistinóttum hefur fækkað og ferðamenn velja frekar styttri ferðir og ódýrari afþreyingu. Þessi hækkun mun ekki hjálpa til að snúa þeirri þróun við. Mun meira aðkallandi verkefni er að koma böndum á skattaundanskot, sem skiptir bæði ferðaþjónustuna í heild og ríkiskassann miklu máli. Hækkun virðisaukaskatts mun miklu fremur auka undanskot í ferðaþjónustu og það mikið, og þó er því miður allt of mikið um slíkt nú þegar. Fyrir okkur sem lengi höfum barist fyrir því að rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar sé þannig úr garði gert að tækifæri og ástæður til undanskota séu sem fæstar er þessi hækkun stórt stökk í ranga átt.Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar rústað Íslensk ferðaþjónusta er ekki eyland sem er aðeins í samkeppni við sjálfa sig um gjaldeyri þeirra ferðamanna sem komnir eru til landsins. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri og mjög virkri samkeppni við aðra áfangastaði í heiminum. Þegar rætt er um samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar hér á landi er átt við það hvernig íslenskri ferðaþjónustu gengur að keppa við önnur lönd um að fá ferðamenn til Íslands. Í umhverfi þar sem verðmunur upp á fáeina þúsundkalla ræður iðulega úrslitum um val á áfangastað er skyndiákvörðun um tugmilljarða hækkun gjalda á ferðaþjónustuna algerlega glórulaus aðför að samkeppnishæfni greinarinnar og mun án nokkurs vafa hafa mjög neikvæð áhrif á uppbyggingu þjónustu og afkomu ferðaþjónustuaðila um allt land mörg ár fram í tímann.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun