Ólíklegasta stjörnupar samtímans: Pamela Anderson og Julian Assange Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 18:11 Julian Assange og Pamela Anderson koma úr ólíkum áttum, en það stöðvar ekki ástina. Vísir/Getty Svo virðist vera sem nýjasta stjörnuparið hafi litið dagsins ljós, en fregnir herma að hin víðfræga leikkona Pamela Anderson og Julian Assange, stofnandi Wikileaks séu nú byrjuð að stinga saman nefjum. Ljóst er á dagsetningum erlendra frétta um málið, að ekki er um svokallað aprílgabb að ræða. Á bloggsíðu sinni hefur leikkonan meðal annars tjáð sig um ást sína á Assange, nú síðast einungis fyrir tveimur dögum síðan, þar sem hún tekur fram að samband þeirra sé „ekkert leyndarmál“ og að hann sé „einn af hennar uppáhalds manneskjum.“ Julian hefur frá því árið 2012 haldið sig innandyra í sendiráði Ekvador í London, til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar, þar sem hans bíður ákæra fyrir nauðgun en Assange hefur frá upphafi sagst vera saklaus og að um væri að ræða tilraunir Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir starfsemi hans. Leikkonan sást fyrir rúmum fimm mánuðum síðan ganga inn í sendiráðið, þar sem hún færði Julian hádegismat. Á bloggsíðu sinni kemur Pamela honum til varnar og tekur undir ásakanir hans á hendur bandarískra stjórnvalda. Pamela hefur þó tekið fram að það sé „pínulítið erfitt“ að hitta mann sem er fastur í sendiráði, líkt og Julian. Framtíðin sé því að vissu leyti óráðin. Hún hafi þó ekki eytt jafnmiklum tíma með nokkrum öðrum manni að undanförnu og honum. „Sjáum hvað setur þegar hann er frjáls. En ég eyði þrátt fyrir það, mestum tíma með honum, mun meiri en með nokkrum öðrum, sem er kannski skrítið.“ „Julian er manneskja með ákaflega mikinn tilfinningaþroska og samkennd. Heimurinn skiptir hann miklu máli. Hann hefur eignast volduga óvini í mörgum löndum, sérstaklega í Ameríku með því að koma upp um þá.“ „Þessi barátta er mjög rómantísk og ég elska hann fyrir þetta. Hann er mjög kynþokkafullur.“ Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Svo virðist vera sem nýjasta stjörnuparið hafi litið dagsins ljós, en fregnir herma að hin víðfræga leikkona Pamela Anderson og Julian Assange, stofnandi Wikileaks séu nú byrjuð að stinga saman nefjum. Ljóst er á dagsetningum erlendra frétta um málið, að ekki er um svokallað aprílgabb að ræða. Á bloggsíðu sinni hefur leikkonan meðal annars tjáð sig um ást sína á Assange, nú síðast einungis fyrir tveimur dögum síðan, þar sem hún tekur fram að samband þeirra sé „ekkert leyndarmál“ og að hann sé „einn af hennar uppáhalds manneskjum.“ Julian hefur frá því árið 2012 haldið sig innandyra í sendiráði Ekvador í London, til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar, þar sem hans bíður ákæra fyrir nauðgun en Assange hefur frá upphafi sagst vera saklaus og að um væri að ræða tilraunir Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir starfsemi hans. Leikkonan sást fyrir rúmum fimm mánuðum síðan ganga inn í sendiráðið, þar sem hún færði Julian hádegismat. Á bloggsíðu sinni kemur Pamela honum til varnar og tekur undir ásakanir hans á hendur bandarískra stjórnvalda. Pamela hefur þó tekið fram að það sé „pínulítið erfitt“ að hitta mann sem er fastur í sendiráði, líkt og Julian. Framtíðin sé því að vissu leyti óráðin. Hún hafi þó ekki eytt jafnmiklum tíma með nokkrum öðrum manni að undanförnu og honum. „Sjáum hvað setur þegar hann er frjáls. En ég eyði þrátt fyrir það, mestum tíma með honum, mun meiri en með nokkrum öðrum, sem er kannski skrítið.“ „Julian er manneskja með ákaflega mikinn tilfinningaþroska og samkennd. Heimurinn skiptir hann miklu máli. Hann hefur eignast volduga óvini í mörgum löndum, sérstaklega í Ameríku með því að koma upp um þá.“ „Þessi barátta er mjög rómantísk og ég elska hann fyrir þetta. Hann er mjög kynþokkafullur.“
Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira