Þetta er í þriðja skiptið sem Hafþór hlýtur þennan titil. Hann varð fyrst sterkasti maður Evrópu árið 2014 og aftur ári síðar, en hann hreppti annað sætið árið 2016.
Lamaður í andliti en líður vel
Hafþór birti pistil á síðunni sinni í gær þar sem hann greindi frá því að hann væri lamaður í andliti. Hann hafi vaknað dofinn í andliti á þriðjudag og þegar líða tók á daginn hafi hægri hlið andlit hans lamast alveg.
„Vinir mínir kröfðust þess að ég færi á bráðamóttökuna til þess að láta athuga mig því þeir höfðu alvarlegar áhyggjur af því að ég væri að fá heilablóðfall. Ég eyddi dágóðum tíma á spítalanum á meðan læknarnir skoðuðu mig. Blessunarlega tilkynntu þeir mér að ég hefði ekkert að óttast,“ skrifar Hafþór. Um hafi verið að ræða vírus sem kallast Bells Palsy.
„Að öðru leyti líður mér vel og ég hlakka til að keppa um titilinn Sterkasti maður Evrópu 2017.“