Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, úr UÍA og Marín Laufey Davíðsdóttir úr HSK vörðu bæði beltin sín á Íslandsglímunni um helgina í Iðu á Selfossi.
Ásmundur sigraði Pétur Þóri Gunnarsson, Mývetning í síðustu glímunni og tryggði sér Grettisbeltið annað árið í röð.
Marín sigraði allar sínar glímur af miklu öryggi. Jana Lind Ellertsdóttir varð í 2. sæti. Þetta er í fimmta sinn sem Marín Laufey sigrar keppnina um Freyjumenið en metið á Svana Hrönn Jóhannsdóttir sem vann það sex sinnum á sínum tíma.
Svo skemmtilega vill til að þau Marín Laufey og Ásmundur Hálfdán eru kærustupar og bæði beltin verða því í góðu sambandi næsta árið.
Lokastaðan í Íslandsglímunni 2017:
Karlar:
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA
Pétur Þórir Gunnarsson, Mývetningi
Einar Eyþórsso, Mývetningi
Konur:
Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK
Jana Lind Ellertsdóttir, HSK
Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA
