Nýjasta mynd Shia LaBeouf þénaði ígildi eins bíómiða í Bretlandi Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2017 10:55 Shia LaBeouf í Man Down. Nýjasta mynd bandaríska leikarans Shia LaBeouf þénaði aðeins 977 krónur, eða sjö pund, í miðasölu kvikmyndahúss í Bretlandi um liðna helgi. Að meðaltali kostar hver bíómiði í Bretlandi 7,21 pund, sem gera rétt rúmlega þúsund krónur miðað við gengi dagsins í dag. Myndin ber heitið Man Down en hún var sýnd í Reel Cinema-kvikmyndahúsinu í Burnley. Samtímis var myndin aðgengileg á efnisveitum, sem gæti útskýrt að hluta þessa dræmu aðsókn í Burnley. LaBeouf hefur átt stormasaman feril. Ungur birtist hann í stórmyndum á borð við Transformers og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Hann sagði skilið við stórmyndaferilinn fyrir nokkru og hefur einbeitt sér að minni myndum síðastliðin ár. Hann fékk ágætis viðtökur fyrir leik sinn í American Honey sem kom út í fyrra en aðrar myndir, á borð við The Company You Keep og Charlie Countryman, hafa varla ratað inn á ratar gagnrýnenda og áhorfenda, að því er fram kemur á Variety. Fjölmiðlar ytra hafa hins vegar fylgst með einkalífi kauða og sérkennilegum gjörningum hans. Leikstjóri Man Down er Dito Montiel en hann og LaBeouf unnu saman að myndinni A Guide to Recognizing Your Saints sem kom út árið 2006. Man Down var sýnd á kvikmyndahátíðum í Feneyjum og Toronto en hlaut þar fremur neikvæðar viðtökur. Myndinni gekk þó betur í Bandaríkjunum þar sem hún hefur þénað nærri 450 þúsund dollurum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Nýjasta mynd bandaríska leikarans Shia LaBeouf þénaði aðeins 977 krónur, eða sjö pund, í miðasölu kvikmyndahúss í Bretlandi um liðna helgi. Að meðaltali kostar hver bíómiði í Bretlandi 7,21 pund, sem gera rétt rúmlega þúsund krónur miðað við gengi dagsins í dag. Myndin ber heitið Man Down en hún var sýnd í Reel Cinema-kvikmyndahúsinu í Burnley. Samtímis var myndin aðgengileg á efnisveitum, sem gæti útskýrt að hluta þessa dræmu aðsókn í Burnley. LaBeouf hefur átt stormasaman feril. Ungur birtist hann í stórmyndum á borð við Transformers og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Hann sagði skilið við stórmyndaferilinn fyrir nokkru og hefur einbeitt sér að minni myndum síðastliðin ár. Hann fékk ágætis viðtökur fyrir leik sinn í American Honey sem kom út í fyrra en aðrar myndir, á borð við The Company You Keep og Charlie Countryman, hafa varla ratað inn á ratar gagnrýnenda og áhorfenda, að því er fram kemur á Variety. Fjölmiðlar ytra hafa hins vegar fylgst með einkalífi kauða og sérkennilegum gjörningum hans. Leikstjóri Man Down er Dito Montiel en hann og LaBeouf unnu saman að myndinni A Guide to Recognizing Your Saints sem kom út árið 2006. Man Down var sýnd á kvikmyndahátíðum í Feneyjum og Toronto en hlaut þar fremur neikvæðar viðtökur. Myndinni gekk þó betur í Bandaríkjunum þar sem hún hefur þénað nærri 450 þúsund dollurum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira