Eitt af því sem ferðamann vilja einna helst sjá eru norðurljósin og eru þau sérstaklega vinsælt myndefni. Fyrir um einum mánuði síðan birti fréttastöðin CNN magnað myndband á Facebook-síðu sinni en þar má sjá einskonar timelaps-myndband af norðurljósunum við Kerið.
Þá er búið að hraða myndbandinu töluvert og því sér maður hvernig norðurljósin dönsuðu uppi á himnum þetta kvöld í mars. Hér að neðan má sjá útkomuna en þegar þessi frétt er skrifuð hefur verið horft á myndbandið um 2 milljónum sinnum.