Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. apríl 2017 00:15 Árásinni hefur verið mótmælt víða um heim. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur upplýst nokkra þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni um að hann íhugi nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi. Að sögn CNN er ástæðan sú að Trump telur þörf á að svara árásinni á bæinn Khan Sheikhoun sem gerð var í vikunni. Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því að saríngasi hafi verið varpað á bæinn úr lofti. Notkun efnavopna er stríðsglæpur. Samtök á borð við Syrian Observatory for Human Rights sem og íbúar bæjarins telja að sýrlenski herinn hafi verið þar að verki en ríkisstjórn Sýrlands neitar því. Æ greinilegra verður að saríngasi hafi verið beitt. Í gær sögðust starfsmenn Lækna án landamæra hafa meðhöndlað átta fórnarlömb árásarinnar og hefðu einkenni þeirra samræmst einkennum saríngaseitrunar. Heimildarmaður CNN sagði Trump ekki hafa gert upp hug sinn. Hann reiði sig á dómgreind varnarmálaráðherrans James Mattis. Þá greindi CNN frá því að heimildarmenn innan varnarmálaráðuneytisins segðu að áætlanir um að ráðast á efnavopnabúr og framleiðslustöðvar Sýrlandshers væru til og að búið sé að kynna ríkisstjórn Trumps áætlanirnar. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, útilokar ekki hernaðaraðgerðir. „Allir möguleikar eru uppi á borðinu,“ sagði Pence í gær við Fox News. Hann sagði tíma til kominn að Sýrlendingar stæðu við orð sín um að eyða efnavopnabúri sínu líkt og þeir höfðu lofað.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir allt koma til greina.vísir/EPABandaríkin fordæma allar hryllilegar árásirTrump fundaði sjálfur með Abdúlla, konungi Jórdaníu, í Hvíta húsinu. Eftir fundinn var hann berorður. „Efnavopnaárásin í Sýrlandi var hryllileg. Hún beindist gegn saklausu fólki. Meðal annars konum, ungum börnum og meira að segja fallegum ungbörnum, dauði þeirra var lítilsvirðing við mannkynið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump að aðgerðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta væri ekki hægt að umbera. „Bandaríkin standa með bandamönnum sínum víða um heim og fordæma þessa hryllilegu árás sem og allar hryllilegar árásir svo því sé haldið til haga,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar hernaðaraðgerðir.Nordicphotos/AFPSýrlendingar setja rannsakendum skilyrði Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, setti í gær fram ákveðin skilyrði fyrir hugsanlegri rannsókn Sameinuðu þjóðanna á árásinni í Khan Sheikhoun. Í viðtali við BBC sagði Muallem að rannsóknin þyrfti að vera ópólitísk, mörg ríki þyrftu að koma að henni og hún þyrfti að hefjast í höfuðborginni Damaskus. Þá neitaði hann því að Sýrlendingar hefðu nú eða nokkurn tímann notað efnavopn. Ríkisstjórnin myndi nú hugsa málið í samstarfi við bandamenn sína í Rússlandi um hvort þeir muni samþykkja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fari fram á slíka rannsókn. Á blaðamannafundi sakaði Muallem uppreisnarmenn sem voru ekki aðilar að vopnahléssamningum um að geyma efnavopn sín í íbúðahverfum. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur upplýst nokkra þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni um að hann íhugi nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi. Að sögn CNN er ástæðan sú að Trump telur þörf á að svara árásinni á bæinn Khan Sheikhoun sem gerð var í vikunni. Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því að saríngasi hafi verið varpað á bæinn úr lofti. Notkun efnavopna er stríðsglæpur. Samtök á borð við Syrian Observatory for Human Rights sem og íbúar bæjarins telja að sýrlenski herinn hafi verið þar að verki en ríkisstjórn Sýrlands neitar því. Æ greinilegra verður að saríngasi hafi verið beitt. Í gær sögðust starfsmenn Lækna án landamæra hafa meðhöndlað átta fórnarlömb árásarinnar og hefðu einkenni þeirra samræmst einkennum saríngaseitrunar. Heimildarmaður CNN sagði Trump ekki hafa gert upp hug sinn. Hann reiði sig á dómgreind varnarmálaráðherrans James Mattis. Þá greindi CNN frá því að heimildarmenn innan varnarmálaráðuneytisins segðu að áætlanir um að ráðast á efnavopnabúr og framleiðslustöðvar Sýrlandshers væru til og að búið sé að kynna ríkisstjórn Trumps áætlanirnar. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, útilokar ekki hernaðaraðgerðir. „Allir möguleikar eru uppi á borðinu,“ sagði Pence í gær við Fox News. Hann sagði tíma til kominn að Sýrlendingar stæðu við orð sín um að eyða efnavopnabúri sínu líkt og þeir höfðu lofað.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir allt koma til greina.vísir/EPABandaríkin fordæma allar hryllilegar árásirTrump fundaði sjálfur með Abdúlla, konungi Jórdaníu, í Hvíta húsinu. Eftir fundinn var hann berorður. „Efnavopnaárásin í Sýrlandi var hryllileg. Hún beindist gegn saklausu fólki. Meðal annars konum, ungum börnum og meira að segja fallegum ungbörnum, dauði þeirra var lítilsvirðing við mannkynið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump að aðgerðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta væri ekki hægt að umbera. „Bandaríkin standa með bandamönnum sínum víða um heim og fordæma þessa hryllilegu árás sem og allar hryllilegar árásir svo því sé haldið til haga,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar hernaðaraðgerðir.Nordicphotos/AFPSýrlendingar setja rannsakendum skilyrði Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, setti í gær fram ákveðin skilyrði fyrir hugsanlegri rannsókn Sameinuðu þjóðanna á árásinni í Khan Sheikhoun. Í viðtali við BBC sagði Muallem að rannsóknin þyrfti að vera ópólitísk, mörg ríki þyrftu að koma að henni og hún þyrfti að hefjast í höfuðborginni Damaskus. Þá neitaði hann því að Sýrlendingar hefðu nú eða nokkurn tímann notað efnavopn. Ríkisstjórnin myndi nú hugsa málið í samstarfi við bandamenn sína í Rússlandi um hvort þeir muni samþykkja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fari fram á slíka rannsókn. Á blaðamannafundi sakaði Muallem uppreisnarmenn sem voru ekki aðilar að vopnahléssamningum um að geyma efnavopn sín í íbúðahverfum.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent